Já, samningarnir eru löglegir Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:01 Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar