Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:32 Sprengingin var gríðarlega öflug og mikil mildi þykir að engin hafi slasast Vísir/Vilhelm Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.” Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.”
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira