Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:11 Tveir fimmtán ára gamlir unglingar eru grunaðir um morðið. Getty/Christopher Furlong Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira