Hefur aldrei skilið allt þetta skápatal: „Ég er bara eins og ég er“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 09:00 Sigga Beinteins er viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2 „Það hafa náttúrlega verið alls konar kjaftasögur,“ segir Sigga Beinteins, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, sem var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Í þættinum fór Sigga yfir ferilinn og rifjaði upp nokkrar af þeim fjölmörgu kjaftasögum sem hafa gengið um hana í gegnum árin. „Einu sinni átti ég að vera að taka að mér tvö indversk börn. Það var ein sagan. Ég var bara: Hvar fær fólk þetta? Hvar byrjar þetta bull? En ég hef aldrei tekið þetta inn á mig,“ segir Sigga. Eins var sú kjaftasaga hávær að hún og Grétar Örvarsson, sem saman skipa hljómsveitina Stjórnina, væru par. Sigga segir sumt fólk meira að segja halda það enn þann dag í dag, svo sé þó aldeilis ekki. Sigga Beinteins og Grétar Örvars eru nánir vinir eftir öll árin saman í Stjórninni en eru þó ekki par og hafa aldrei verið.Vísir/Vilhelm „Af hverju er fólk allt í einu í einhverjum skápum?“ Sigga er samkynhneigð og opinberaði það í kringum árið 1982. Hún segist þó aldrei hafa skilið allt þetta tal um að koma út úr skápnum. „Mér hefur alltaf fundist glatað að vera að tala um einhverja skápa. Af hverju er fólk allt í einu í einhverjum skápum?“ „Ég er bara eins og ég er,“ segir Sigga sem hefur aldrei haft miklar áhyggjur af áliti annarra. Hún hefur þó alltaf reynt að hafa skýr mörk á milli atvinnunnar og persónulega lífsins. „Ég vil fá eitthvað rými sem ég á bara sjálf með mínum nánustu. Ég hef alltaf tekið það þannig. Svo getur fólkið átt Sigguna sem er að syngja,“ segir hún. Klippa: Hefur aldrei skilið allt þetta skápatal: Ég er bara eins og ég er Tónlistarmennirnir okkar Ástin og lífið Hinsegin Tengdar fréttir „Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“ „Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já. 23. mars 2022 11:30 Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. 26. maí 2021 15:30 Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu „Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. 9. febrúar 2023 21:01 Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. 1. febrúar 2023 14:31 „Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30 Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í þættinum fór Sigga yfir ferilinn og rifjaði upp nokkrar af þeim fjölmörgu kjaftasögum sem hafa gengið um hana í gegnum árin. „Einu sinni átti ég að vera að taka að mér tvö indversk börn. Það var ein sagan. Ég var bara: Hvar fær fólk þetta? Hvar byrjar þetta bull? En ég hef aldrei tekið þetta inn á mig,“ segir Sigga. Eins var sú kjaftasaga hávær að hún og Grétar Örvarsson, sem saman skipa hljómsveitina Stjórnina, væru par. Sigga segir sumt fólk meira að segja halda það enn þann dag í dag, svo sé þó aldeilis ekki. Sigga Beinteins og Grétar Örvars eru nánir vinir eftir öll árin saman í Stjórninni en eru þó ekki par og hafa aldrei verið.Vísir/Vilhelm „Af hverju er fólk allt í einu í einhverjum skápum?“ Sigga er samkynhneigð og opinberaði það í kringum árið 1982. Hún segist þó aldrei hafa skilið allt þetta tal um að koma út úr skápnum. „Mér hefur alltaf fundist glatað að vera að tala um einhverja skápa. Af hverju er fólk allt í einu í einhverjum skápum?“ „Ég er bara eins og ég er,“ segir Sigga sem hefur aldrei haft miklar áhyggjur af áliti annarra. Hún hefur þó alltaf reynt að hafa skýr mörk á milli atvinnunnar og persónulega lífsins. „Ég vil fá eitthvað rými sem ég á bara sjálf með mínum nánustu. Ég hef alltaf tekið það þannig. Svo getur fólkið átt Sigguna sem er að syngja,“ segir hún. Klippa: Hefur aldrei skilið allt þetta skápatal: Ég er bara eins og ég er
Tónlistarmennirnir okkar Ástin og lífið Hinsegin Tengdar fréttir „Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“ „Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já. 23. mars 2022 11:30 Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. 26. maí 2021 15:30 Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu „Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. 9. febrúar 2023 21:01 Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. 1. febrúar 2023 14:31 „Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30 Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“ „Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já. 23. mars 2022 11:30
Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. 26. maí 2021 15:30
Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu „Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. 9. febrúar 2023 21:01
Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. 1. febrúar 2023 14:31
„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00