Er femínísk hugmyndafræði ennþá of róttæk? Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 17. febrúar 2023 11:30 Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Þorsteinn V. Einarsson Jafnréttismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun