Sólveig Anna segir aðgerðir Eflingar hafa skilað árangri Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2023 11:57 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflinigar segir aðgerðir félagsins ásamt öðru hafa skilað þeim árangri að nú fyrst væru alvöru samningavðræður að hefjast. Vísir/Vilhelm Forystufólk Eflingar og Samtaka atvinnulífsins kom nokkuð jákvætt til leiks hjá ríkissáttasemjara í morgun í upphafi þriggja daga samningalotu í skjóli frá verkfallsaðgerðum og vona að þessir dagar dugi til að komast langt. Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins hafa skilað árangri. Samkomulag tókst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi milli deiluaðila um að verkföllum yrði frestað þá þegar til miðnættis á sunnudag og um grundvöll að viðræðum um kjarasamning. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að viðræðurnar færu fram án ágangs frá fjölmiðlum á fundartíma. Ástráður Halraldsson héraðsdómari var skipaður sérstaklega í embætti sáttasemjara í deilunni og tókst að leiða deiluaðila saman á tveimur dögum.Stöð 2/Sigurjón „Mín tillaga verður sú að við reynum að vinna sæmilega þéttan dag í dag en þó ekki allt of langan. Þannig að við höfum kraft í að byrja á svipuðum tíma á morgun og vinna annan þéttan dag. Ásunnudaginn geri ég ráð fyrir að við reynum að halda áfram þar til tímann þrýtur.“ Hann voni að þessir þrír dagar dugi til. Þjóðin fylgist auðvitað með og þótt þú sért að loka okkur úti munum við fá skýrslur í lok dags? „Já, við höfum það bara þannig að ég legg til að við hittumst hérna um það leyti sem við hættum í dag. Þá gefum við einhvern smá rapport um hvernig gengur. Annars reynum við að láta hvor annan í friði,“ sagði Ástráður Haraldsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með litla ferðatösku á hjólum til sáttasemjara rétt fyrir klukkan tíu. Ég sé þú kemur vel nestuð áfundinn? „Já, hér er kaka fyrir samninganefndina. Aðallega er þetta tölvan mín og svoleiðis dót.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með köku fyrir samninganefndina í farteskinu fyrir samninganefnd sína.Stöð 2/Sigurjón Fórstu sem sagt heim í gærkvöldi og bakaðir fyrir samninganefndina? „Nei, ég ætla ekki að ljúga því,“ sagði Sólveig Anna létt í bragði. En samningafólk hennar mætti lausnarmiðað og samningsfúst til þessara að minnsta kosti þriggja daga viðræðna. Vonandi næðist aðundirrita kjarasamning áður en þessi tími rynni út. Sólveig Anna hefur sagt við sitt fólk og fjölmiðla að aðgerðir skili Eflingu árangri. „Augljóslega. Það hefur náttúrlega ýmislegt gerst. Við í samninganefndinni höfum auðvitað sýnt mikla staðfestu og samstöðu. Svo lagði eflinigarfólk auðvitað niður störf. Með því ásamt nokkrum öðrum hlutum gerðist það að við komumst hingað inn til að eiga raunverulegar samningsviðræður sem er það sem Efling vildi alltaf fá að gera,“ sagði Sólveig Anna rétt fyrir upphaf fundar í morgun. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins sagðist vel stemmdur í upphafi þessarar samningalotu og samninganefnd hans ætlaði að setja allan kraft sem hún hefði í viðræðurnar. Það hjálpaði til að verkföllum hefði verið frestað. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að hlé á verföllum leiði til árangurs í viðræðunum.Vísir/Vilhelm „Þannig að nú getum við einhent okkur í þetta verkefni. Án þess að vera með hugann við annað á meðan. Við höfum alltaf einlægan vilja til að násamningi. Að öðru leyti ætla ég að láta sáttasemjara um að stýra þeirri för sem framundan er og ræða við hann um það.“ Þetta er friður til miðnættis á sunnudag. Ertu að vona að þið komist að minnsta kosti mjög vel áleiðis á þeim tíma? „Að minnsta kosti ef við værum ekki að hittast í þessa þrjá daga, þá kæmumst við ekkert áleiðis,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina. 17. febrúar 2023 10:13 Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. 16. febrúar 2023 22:16 Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. 16. febrúar 2023 22:02 Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Samkomulag tókst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi milli deiluaðila um að verkföllum yrði frestað þá þegar til miðnættis á sunnudag og um grundvöll að viðræðum um kjarasamning. Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að viðræðurnar færu fram án ágangs frá fjölmiðlum á fundartíma. Ástráður Halraldsson héraðsdómari var skipaður sérstaklega í embætti sáttasemjara í deilunni og tókst að leiða deiluaðila saman á tveimur dögum.Stöð 2/Sigurjón „Mín tillaga verður sú að við reynum að vinna sæmilega þéttan dag í dag en þó ekki allt of langan. Þannig að við höfum kraft í að byrja á svipuðum tíma á morgun og vinna annan þéttan dag. Ásunnudaginn geri ég ráð fyrir að við reynum að halda áfram þar til tímann þrýtur.“ Hann voni að þessir þrír dagar dugi til. Þjóðin fylgist auðvitað með og þótt þú sért að loka okkur úti munum við fá skýrslur í lok dags? „Já, við höfum það bara þannig að ég legg til að við hittumst hérna um það leyti sem við hættum í dag. Þá gefum við einhvern smá rapport um hvernig gengur. Annars reynum við að láta hvor annan í friði,“ sagði Ástráður Haraldsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með litla ferðatösku á hjólum til sáttasemjara rétt fyrir klukkan tíu. Ég sé þú kemur vel nestuð áfundinn? „Já, hér er kaka fyrir samninganefndina. Aðallega er þetta tölvan mín og svoleiðis dót.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti með köku fyrir samninganefndina í farteskinu fyrir samninganefnd sína.Stöð 2/Sigurjón Fórstu sem sagt heim í gærkvöldi og bakaðir fyrir samninganefndina? „Nei, ég ætla ekki að ljúga því,“ sagði Sólveig Anna létt í bragði. En samningafólk hennar mætti lausnarmiðað og samningsfúst til þessara að minnsta kosti þriggja daga viðræðna. Vonandi næðist aðundirrita kjarasamning áður en þessi tími rynni út. Sólveig Anna hefur sagt við sitt fólk og fjölmiðla að aðgerðir skili Eflingu árangri. „Augljóslega. Það hefur náttúrlega ýmislegt gerst. Við í samninganefndinni höfum auðvitað sýnt mikla staðfestu og samstöðu. Svo lagði eflinigarfólk auðvitað niður störf. Með því ásamt nokkrum öðrum hlutum gerðist það að við komumst hingað inn til að eiga raunverulegar samningsviðræður sem er það sem Efling vildi alltaf fá að gera,“ sagði Sólveig Anna rétt fyrir upphaf fundar í morgun. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins sagðist vel stemmdur í upphafi þessarar samningalotu og samninganefnd hans ætlaði að setja allan kraft sem hún hefði í viðræðurnar. Það hjálpaði til að verkföllum hefði verið frestað. Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að hlé á verföllum leiði til árangurs í viðræðunum.Vísir/Vilhelm „Þannig að nú getum við einhent okkur í þetta verkefni. Án þess að vera með hugann við annað á meðan. Við höfum alltaf einlægan vilja til að násamningi. Að öðru leyti ætla ég að láta sáttasemjara um að stýra þeirri för sem framundan er og ræða við hann um það.“ Þetta er friður til miðnættis á sunnudag. Ertu að vona að þið komist að minnsta kosti mjög vel áleiðis á þeim tíma? „Að minnsta kosti ef við værum ekki að hittast í þessa þrjá daga, þá kæmumst við ekkert áleiðis,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina. 17. febrúar 2023 10:13 Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. 16. febrúar 2023 22:16 Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. 16. febrúar 2023 22:02 Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina. 17. febrúar 2023 10:13
Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. 16. febrúar 2023 22:16
Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. 16. febrúar 2023 22:02
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04