Myndin var tilnefnd til fjórtán verðlauna en myndin fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni og vann hún einnig verðlaun fyrir handrit, kvikmyndatöku, tónlist og var valin besta myndin sem er ekki á ensku.
Myndirnar Banshees of Inisherin og Elvis fengu svo fjögur verðlaun hvor.
Cate Blanchet var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Tár.
Austin Butler fékk verðlaun sem besti leikari ársins fyrir Elvis.
Avatar: The Way of Water fékk ein verðlaun og var það fyrir tæknibrellur. Þá vakti athygli að hin vinsæla kvikmynd, Everything Everywhere All at Once, fékk einungis ein verðlaun en hún var tilnefnd til tíu verðlauna.
Áhugasamir geta skoðað öll verðlaunin sem veitt voru hér á vef BAFTA.
BAFTA verðlaunin leggja oft línurnar fyrir Óskarsverðlaunin sem haldin verða vestanhafs þann 12. mars.