Jayson Tatum setti stigamet í Stjörnuleiknum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 07:39 Jayson Tatum með verðlaun sín fyrir að vera kosinn mikilvægasti leikmaður Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Getty/Tim Nwachukwu Boston Celtics leikmaðurinn Jayson Tatum fór í mikið stuð í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í nótt þar sem lið Giannis Antetokounmpo vann 184-175 sigur á liði LeBrons James. Tatum stóð á endanum uppi með 55 stig og nýtt stigamet í Stjörnuleik NBA en það var áður í eigu Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Aðeins einn annar hefur skorað yfir fimmtíu stig í Stjörnuleik en það var Stephen Curry sem skoraði 50 stig í leiknum í fyrra. 55 PTS (NBA All-Star Game Record)10 REB6 AST10 3PMJayson Tatum balled out to lead #TeamGiannis to the win and claim 2023 #KiaAllStarMVP!#NBAAllStar | @Kia pic.twitter.com/k4EXJHtTgz— NBA (@NBA) February 20, 2023 Fyrirliðarnir spiluðu þó mun minna með liðum sínum en búist var við. Giannis Antetokounmpo spilaði bara í eina sókn vegna úlnliðsmeiðsla og LeBron James var bara með í fyrri hálfleiknum vegna handarmeiðsla auk þess sem hann var væntanlega að spara sig fyrir lokasprettinn þar sem Los Angeles Lakers þar á öllu að halda til þess að komast í úrslitakeppnina. Spida went off tonight as #TeamGiannis picked up the All-Star Game W : 40 PTS, 4 REB, 10 AST, 3 STL, 8 3PM#NBAAllStar pic.twitter.com/sLn7E6ikvo— NBA (@NBA) February 20, 2023 Þetta var í fyrsta sinn síðan að fyrirliðarnir fóru að kjósa í lið þar sem liðið hans LeBrons James tapar leiknum. Tatum gerði útslagið fyrir lið Giannis og var að sjálfsögðu kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins. Hann hitti úr 22 af 31 skoti sínu þar af 10 af 18 þriggja stiga skotum. Tatum skoraði 27 af 55 stigum sínum í þriðja leikhlutanum. Donovan Mitchell átti líka mjög góðan leik en hann var með 40 stig og 10 stoðsendingar. 35 points14 rebounds5 assistsJaylen Brown showed out in the 2023 #NBAAllStar game. pic.twitter.com/AVKdXyRupa— NBA (@NBA) February 20, 2023 Annar Boson maður var stigahæstur í hinu liðinu því Jaylen Brown skoraði 35 stig á 25 mínútum fyrir liðið hans Lebrons og tók líka 14 fráköst. Þeir Joel Embiid og Kyrie Irving skoruðu báðir 32 stig og Irving var einnig með 15 stoðsendingar. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Tatum stóð á endanum uppi með 55 stig og nýtt stigamet í Stjörnuleik NBA en það var áður í eigu Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Aðeins einn annar hefur skorað yfir fimmtíu stig í Stjörnuleik en það var Stephen Curry sem skoraði 50 stig í leiknum í fyrra. 55 PTS (NBA All-Star Game Record)10 REB6 AST10 3PMJayson Tatum balled out to lead #TeamGiannis to the win and claim 2023 #KiaAllStarMVP!#NBAAllStar | @Kia pic.twitter.com/k4EXJHtTgz— NBA (@NBA) February 20, 2023 Fyrirliðarnir spiluðu þó mun minna með liðum sínum en búist var við. Giannis Antetokounmpo spilaði bara í eina sókn vegna úlnliðsmeiðsla og LeBron James var bara með í fyrri hálfleiknum vegna handarmeiðsla auk þess sem hann var væntanlega að spara sig fyrir lokasprettinn þar sem Los Angeles Lakers þar á öllu að halda til þess að komast í úrslitakeppnina. Spida went off tonight as #TeamGiannis picked up the All-Star Game W : 40 PTS, 4 REB, 10 AST, 3 STL, 8 3PM#NBAAllStar pic.twitter.com/sLn7E6ikvo— NBA (@NBA) February 20, 2023 Þetta var í fyrsta sinn síðan að fyrirliðarnir fóru að kjósa í lið þar sem liðið hans LeBrons James tapar leiknum. Tatum gerði útslagið fyrir lið Giannis og var að sjálfsögðu kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins. Hann hitti úr 22 af 31 skoti sínu þar af 10 af 18 þriggja stiga skotum. Tatum skoraði 27 af 55 stigum sínum í þriðja leikhlutanum. Donovan Mitchell átti líka mjög góðan leik en hann var með 40 stig og 10 stoðsendingar. 35 points14 rebounds5 assistsJaylen Brown showed out in the 2023 #NBAAllStar game. pic.twitter.com/AVKdXyRupa— NBA (@NBA) February 20, 2023 Annar Boson maður var stigahæstur í hinu liðinu því Jaylen Brown skoraði 35 stig á 25 mínútum fyrir liðið hans Lebrons og tók líka 14 fráköst. Þeir Joel Embiid og Kyrie Irving skoruðu báðir 32 stig og Irving var einnig með 15 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira