Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 10:36 Þrátt fyrir að Ólöf Helga Adolfsdóttir eigi sæti í samninganefnd Eflingar hefur henni verið haldið fyrir utan ákvarðanir hennar. Hún og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10