Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 11:33 Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt.“ Aðsend „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“ Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir hann mennina þrjá hafa bankað upp á um fimm leytið í gærdag. Ragnar var þá einn heima. Hann segir mennina þrjá hafa ruðst inn og spurt eftir syni hans. Að sögn Ragnars var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi, sá sami og sonur Ragnars mun hafa átt í viðskiptum við. „Sonur minn er úti á sjó núna, hann kemur venjulega hingað til mín í einn eða tvo daga þegar hann er í landi og fær að gista hérna. Ég sagði þeim eins og var, að hann væri úti á sjó.“ Hann segir mennina þrjá ekki hafa verið vopnaða. „En þeir voru augljóslega uppdópaðir, það sást í augunum á þeim, það skein úr þeim heift.“ Hann segir höfuðpaurinn svokallaða hafa ráfað um íbúðina, rótað í hinu og þessu og farið ofan í skúffur. „Svo fór hann inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum sem ég geymi þar. Ég sagði honum að þetta væru vítamín og þá missti hann áhugann á þeim.“ Ragnar segir mennina hafa hótað að rústa allri íbúðinni, og stela sjónvarpinu hans og tölvunni. „Þeir sögðust ætla að taka allt sem þeir gætu selt, til að hafa upp í skuld sem sonur minn á að vera ábyrgur fyrir. Ég sagði þeim að strákurinn ætti ekkert hérna heima hjá mér, sem er satt. Þá hættu þeir við.“ Titrandi og skjálfandi Ragnar segir að sér hafi einhvern veginn tekist að halda ró sinni á meðan á öllu þessu stóð. Hann segir höfuðpaurinn í hópnum hafa sagt honum að þeir „myndu vera góðir við hann“, en engu að síður hafi honum staðið mikil ógn af þremenningunum og verið verulega brugðið. Ragnar segist hafa geymt bíllykilinn inni í svefnherbergi en ekki uppgötvað að mennirnir höfðu tekið hann fyrr en hann leit út og sá bílnum bakkað í burtu frá húsinu. Hann segist hafa hringt á lögreglu strax í kjölfarið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var hann í miklu uppnámi. Lögreglan tók af honum skýrslu. „Ég var allar titrandi og skjálfandi og vissi ekkert, ráfaði bara um íbúðina og reyndi að átta mig á hlutunum.“ Seinna um kvöldið fékk Ragnar tilkynningu frá lögreglunni að bifreiðin væri fundin. Snemma í morgun var greint frá því í dagbók lögreglunnar að bifreið var stöðvuð í hverfi 221 en bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin. Ökumaður og tveir farþegar hans voru handteknir, grunaðir um þjófnað á bifreiðinni. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ragnar grunar sterklega að um sé að ræða mennina þrjá sem ruddust inn til hans, þó að hann hafi ekki fengið það staðfest. „En mér skilst að það sé verið að skoða bílinn núna og svo fá ég hann eftir nokkra daga.“ Ragnar segist áður hafa orðið fyrir áreiti af þessu tagi og grunar sterklega að um sömu aðila sé að ræða. „Fyrir nokkrum mánuðum var stungið á þrjú dekk á bílnum mínum, og ég tilkynnti það til lögreglunnar. Mér finnst mjög líklegt að þetta séu sömu menn og komu til mín í gær.“ Hann kveðst enn vera að ná sér niður eftir þessa óhugnanlegu heimsókn. „Maður er bara í áfalli. Ég hugsa að ég muni leita til Rauða krossins og fá áfallahjálp. En ég ætla samt ekkert að hlífa þessum mönnum.“
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira