Í varnarham á opnum fundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2023 11:39 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. Fundurinn var haldinn að beiðni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins. Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á því að spyrja Ásgeir og Rannveigu Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra, út í aðgerðir Seðlabankans, sem hefur hækkað stýrivexti nokkuð skarpt síðustu átján mánuði eða svo, samhliða hækkandi verðbólgu hér á landi. Þetta hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni og heyra mátti gagnrýninn tón í spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun. Þar á meðal var Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Ásgeir spurningu í fimm liðum. Einn liðurinn sneri að því hvort að Seðlabankinn hafi til að mynda lækkað vexti of skarpt í kórónuveirufaraldrinum. „Hverjir voru það sem kveiktu verðbólgubálið á ný?“ spurði Guðbrandur meðal annars. Það stóð ekki á svörum hjá Ásgeiri sem varði aðgerðir Seðlabankans, fyrst lækkun stýrivaxta í kórónuveirufaraldrinum, síðar hinu skörpu hækkun stýrivaxta undanfarin misseri. Spurningar Guðbrands, svör Ásgeirs og fundinn allan má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Við vorum fyrsti Seðlabankinn sem að greip til þess að hækka vexti. Við lækkuðum vexti um einhverja tvö hundruð punkta vorið 2020 til þess að bregðast við gríðarlegu efnahagsáfalli þá. Ég tel að það hafi verið rétt viðbrögð þá. Ég tel að við höfum komist mjög auðveldlega út úr þessari miklu niðursveiflu á þessum tíma af því að ferðaþjónusta eru miklu hærra hlutfall af landsframleiðslu hér heldur en í nokkru öðru Norður-Evrópu ríki. Ég tel að við höfum tekið höggið af ríkisfjármálunum á þessum tíma með því að ná að örva kerfið,“ sagði Ásgeir. Taldi hann aðgerðir Seðlabankans á þessum tíma hafa að miklu leyti gengið upp og skilað árangri. „Það sem við höfum gert, og eftir sameiningu við Fjármálaeftirlitið, er það að tryggja það að skuldir heimilanna hafa ekki vaxið sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, jafn vel þó að fasteignaverð hafi hækkað. Við höfum tryggt það að fjármálakerfið hafi ekki tekið á einhverja rás hér, nokkurn veginn. Við höfum tryggt það að þessi alþjóðlega sveifla, sem gengur yfir eiginlega öll önnur lönd, er ekki að hafa þau áhrif hér að við séum að lenda í einhverri kollsteypu á gjaldeyrismarkaði eða að það séu einhver vandræði þar,“ sagði Ásgeir. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi áhrif hans hafi hins vegar haft gríðarleg áhrif, sem enn væri verið að leysa úr. „Þetta er hins vegar raunveruleg hagsveifla þar sem að ferðaþjónustan hverfur í tvö ár. Það er einhver samdráttur og yfir tíu til tuttugu prósent atvinnuleysi. Síðan sparar fólk peningana sína og kemur með þá inn í kerfið af fullum krafi. Þetta er eitt erfiðasta verkefni sem peningastefna getur fengið,“ sagði Ásgeir. Eini aðilinn með aðhald Þá skaut hann létt á nefndarmenn sem höfðu, sem fyrr segir, verið nokkuð gagnrýnir í spurningum þeirra til Ásgeirs og Rannveigar. „Svo það sem við sjáum kannski núna er að við sitjum uppi með það að vera eini aðilinn sem er með eitthvað aðhald. Og þurfum að hækka stýrivexti. Svo þurfum við að mæta á svona fundi með ykkur þar sem þið eruð að skamma okkur,“ sagði Ásgeir. Frá fundinum í dag.Vísir/Vilhelm Verkefni Seðlabankans væri skýrt og sagðist Ásgeir telja að stýrivaxtahækkanir bankans væru að virka, þó hann gerði sér grein fyrir því að þær væru ef til vill ekki vinsælar. „Ég vil hins vegar benda á það verkefni sem við erum með. Við erum búin að koma ellefu sinnum fram, við tvö hér, til þess að tilkynna um hækkun stýrivaxta. Þar sem við erum þráspurð út í það af hverju við sé að gera þetta svona og svo framvegis. Við reynum að útskýra það eftir bestu getu hvað það er sem við erum að miða við. Sumt sér maður fyrir, annað ekki,“ sagði Ásgeir „Stýrivaxtahækkanir eru að virka, þess vegna er þessi harða umræða. Það liggur alveg fyrir. Við erum að fara að hægja á kerfinu með hækkun stýrivaxta. Það er sársaukafullt. Það verður mikið af reiðu fólki sem mun reyna að lesa gamlar blaðagreinar, eins og þið eruð að gera,“ sagði Ásgeir enn fremurog skaut þar með aftur á ýmsa nefndarmenn sem höfðu sumir hverjir vitnað í eldri viðtöl við Ásgeir í spurningum sínum. Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fundurinn var haldinn að beiðni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingmanns Flokks fólksins. Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á því að spyrja Ásgeir og Rannveigu Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra, út í aðgerðir Seðlabankans, sem hefur hækkað stýrivexti nokkuð skarpt síðustu átján mánuði eða svo, samhliða hækkandi verðbólgu hér á landi. Þetta hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni og heyra mátti gagnrýninn tón í spurningum nefndarmanna á fundinum í morgun. Þar á meðal var Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sem spurði Ásgeir spurningu í fimm liðum. Einn liðurinn sneri að því hvort að Seðlabankinn hafi til að mynda lækkað vexti of skarpt í kórónuveirufaraldrinum. „Hverjir voru það sem kveiktu verðbólgubálið á ný?“ spurði Guðbrandur meðal annars. Það stóð ekki á svörum hjá Ásgeiri sem varði aðgerðir Seðlabankans, fyrst lækkun stýrivaxta í kórónuveirufaraldrinum, síðar hinu skörpu hækkun stýrivaxta undanfarin misseri. Spurningar Guðbrands, svör Ásgeirs og fundinn allan má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. „Við vorum fyrsti Seðlabankinn sem að greip til þess að hækka vexti. Við lækkuðum vexti um einhverja tvö hundruð punkta vorið 2020 til þess að bregðast við gríðarlegu efnahagsáfalli þá. Ég tel að það hafi verið rétt viðbrögð þá. Ég tel að við höfum komist mjög auðveldlega út úr þessari miklu niðursveiflu á þessum tíma af því að ferðaþjónusta eru miklu hærra hlutfall af landsframleiðslu hér heldur en í nokkru öðru Norður-Evrópu ríki. Ég tel að við höfum tekið höggið af ríkisfjármálunum á þessum tíma með því að ná að örva kerfið,“ sagði Ásgeir. Taldi hann aðgerðir Seðlabankans á þessum tíma hafa að miklu leyti gengið upp og skilað árangri. „Það sem við höfum gert, og eftir sameiningu við Fjármálaeftirlitið, er það að tryggja það að skuldir heimilanna hafa ekki vaxið sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, jafn vel þó að fasteignaverð hafi hækkað. Við höfum tryggt það að fjármálakerfið hafi ekki tekið á einhverja rás hér, nokkurn veginn. Við höfum tryggt það að þessi alþjóðlega sveifla, sem gengur yfir eiginlega öll önnur lönd, er ekki að hafa þau áhrif hér að við séum að lenda í einhverri kollsteypu á gjaldeyrismarkaði eða að það séu einhver vandræði þar,“ sagði Ásgeir. Kórónuveirufaraldurinn og tilheyrandi áhrif hans hafi hins vegar haft gríðarleg áhrif, sem enn væri verið að leysa úr. „Þetta er hins vegar raunveruleg hagsveifla þar sem að ferðaþjónustan hverfur í tvö ár. Það er einhver samdráttur og yfir tíu til tuttugu prósent atvinnuleysi. Síðan sparar fólk peningana sína og kemur með þá inn í kerfið af fullum krafi. Þetta er eitt erfiðasta verkefni sem peningastefna getur fengið,“ sagði Ásgeir. Eini aðilinn með aðhald Þá skaut hann létt á nefndarmenn sem höfðu, sem fyrr segir, verið nokkuð gagnrýnir í spurningum þeirra til Ásgeirs og Rannveigar. „Svo það sem við sjáum kannski núna er að við sitjum uppi með það að vera eini aðilinn sem er með eitthvað aðhald. Og þurfum að hækka stýrivexti. Svo þurfum við að mæta á svona fundi með ykkur þar sem þið eruð að skamma okkur,“ sagði Ásgeir. Frá fundinum í dag.Vísir/Vilhelm Verkefni Seðlabankans væri skýrt og sagðist Ásgeir telja að stýrivaxtahækkanir bankans væru að virka, þó hann gerði sér grein fyrir því að þær væru ef til vill ekki vinsælar. „Ég vil hins vegar benda á það verkefni sem við erum með. Við erum búin að koma ellefu sinnum fram, við tvö hér, til þess að tilkynna um hækkun stýrivaxta. Þar sem við erum þráspurð út í það af hverju við sé að gera þetta svona og svo framvegis. Við reynum að útskýra það eftir bestu getu hvað það er sem við erum að miða við. Sumt sér maður fyrir, annað ekki,“ sagði Ásgeir „Stýrivaxtahækkanir eru að virka, þess vegna er þessi harða umræða. Það liggur alveg fyrir. Við erum að fara að hægja á kerfinu með hækkun stýrivaxta. Það er sársaukafullt. Það verður mikið af reiðu fólki sem mun reyna að lesa gamlar blaðagreinar, eins og þið eruð að gera,“ sagði Ásgeir enn fremurog skaut þar með aftur á ýmsa nefndarmenn sem höfðu sumir hverjir vitnað í eldri viðtöl við Ásgeir í spurningum sínum.
Seðlabankinn Íslenska krónan Verðlag Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira