Réðst á mann vegna „uppsafnaðs viðbjóðs og reiði“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 13:13 Dómurinn féll í Héraðsdómi reykjavíkur þann 26.janúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í október 2020 veist að öðrum manni með ofbeldi, gripið í hár hans að aftanverðu, slegið hann með krepptum hnefa í höfuðið og víðsvegar í líkama þannig að brotaþolinn féll í gólfið, og í kjölfarið veist að honum þar sem hann lá í gólfinu með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar í líkamann. Afleiðingarnar voru þær að brotaþolinn hlaut áverka á höfði, eyra, andliti og munni. Fyrir utan marbletti og eymsli reyndist hann vera með brotið kinnbein,sár við eyra og í vör auk þess sem tannbrot eða tannflís af gervitönn fannst í sári. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en viðurkenndi að hafa gripið í hárlengingar brotaþolans og að hafa kýlt hann. Sagði árásina hafa verið fyrirvaralausa Árásin átti sér stað í íbúð sameiginlegrar vinkonu hins ákærða og brotaþola en fram kemur í dómnum að konan sé fötluð og glími meðal annars við greindarskerðingu. Brotaþolinn í málinu sagðist hafa verið í heimsókn hjá konunni. Konan hefði farið út og þegar hún hefði komið til baka hefði hinn ákærði verið með henni. Brotaþolinn sagðist hafa kynnst hinum ákærða mánuði áður. Sagði hann manninn hafa komið aftan að sér, ráðist á sig og gripið í hártaglið á honum án nokkurs fyrirvara. Sagði hann ákærða síðan hafa kýlt sig nokkur högg með krepptum hnefa í andlit og líkama. Kvaðst brotaþolinn hafa fallið á gólfið og ákærði þá sparkað í maga hans, bak og brjóstkassa. Hinn ákærði sagði konuna hafa haft samband við sig áður og óskað eftir aðstoð við að henda brotaþolanum út. Sagðist hann hafa þekkt konuna frá árinu 2019 og tók fram að hún væri lág í greind, með tourette, þráhyggju og á rófinu og „væri ofsalega meðvirk og gæti ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“ Þá sagðist hann hafa ráðist á brotaþolann vegna „uppsafnaðs viðbjóðs og reiði“ yfir því hvernig hann fór með sameiginlegan félaga þeirra. Þá sagðist hann hafa haft vitneskju um að brotaþolinn hefði stundað það að setjast upp á konuna, og fleira fólk sem væri veikt. Hinn ákærði sagðist ekki vera maður sem kallaði til lögreglu en hann kvaðst þó ekki hafa verið að taka lögin í sínar hendur. Þá sagðist hann ekki muna hvort brotaþolinn hefði verið með áverka eftir þetta. Þá sagði hann að ekki hefði verið um að ræða tilefnislausa fólskulega árás á saklausan mann heldur hefði verið langur aðdragandi að þessu máli og uppsöfnuð reiði. Talin vera í viðkvæmri stöðu Fram kemur í niðurstöðu dómsins að framburður mannsins og brotaþolans hafi tekið breytingum í gegnum meðferð málsins. Framburður brotaþolans, um að ákærði hefði gripið í hár hans að aftanverðu og slegið hann með krepptum hnefa í höfuð og víðsvegar í líkamann, þótti stöðugur. Hins vegar þótti ekki sannað að hinn ákærði hefði sparkað í brotaþolann eftir að hann féll á gólfið. Dómurinn taldi því ósannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkamann þar sem brotaþoli lá á gólfinu. Að öðru leyti taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum eins og greint var frá í ákærunni. Við mat á framburði konunnar leit dómurinn til náinna tengsla á milli hennar og hins ákærða og höfð var hliðsjón af því að vegna fötlunar hennar kynni hún að einhverju leyti að vera í viðkvæmri stöðu gagnvart hinum ákærða. Í niðurstöðu dómsins segir jafnframt að forsaga ákærða og brotaþola og sú vitneskja sem ákærði hafði um framkomu brotaþola gagnvart öðrum hafi ekki gefið hinum ákærða tilefni til að veitast að brotaþola eins og hann hefur nú verið sakfelldur fyrir. Þá hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að hann hafi áður beðið brotaþola að yfirgefa húsnæðið. Sakaferill ákærða allt aftur til ársins 1984. Árið 2005 var hann dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningarlaga, umferðarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Síðan þá hefur hann ítrekað verið ýmist dæmdur til refsingar eða gengist undir sektargerð lögreglustjóra,meðal annars vegna brota gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum. Með líkamsárásinni rauf hann skilyrði reynslulausnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að háttsemi hans olli brotaþolanum alvarlegum líkamlegum áverkum. Auk fangelsisrefsingarinnar er honum gert að greiða brotaþolanum 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í október 2020 veist að öðrum manni með ofbeldi, gripið í hár hans að aftanverðu, slegið hann með krepptum hnefa í höfuðið og víðsvegar í líkama þannig að brotaþolinn féll í gólfið, og í kjölfarið veist að honum þar sem hann lá í gólfinu með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar í líkamann. Afleiðingarnar voru þær að brotaþolinn hlaut áverka á höfði, eyra, andliti og munni. Fyrir utan marbletti og eymsli reyndist hann vera með brotið kinnbein,sár við eyra og í vör auk þess sem tannbrot eða tannflís af gervitönn fannst í sári. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en viðurkenndi að hafa gripið í hárlengingar brotaþolans og að hafa kýlt hann. Sagði árásina hafa verið fyrirvaralausa Árásin átti sér stað í íbúð sameiginlegrar vinkonu hins ákærða og brotaþola en fram kemur í dómnum að konan sé fötluð og glími meðal annars við greindarskerðingu. Brotaþolinn í málinu sagðist hafa verið í heimsókn hjá konunni. Konan hefði farið út og þegar hún hefði komið til baka hefði hinn ákærði verið með henni. Brotaþolinn sagðist hafa kynnst hinum ákærða mánuði áður. Sagði hann manninn hafa komið aftan að sér, ráðist á sig og gripið í hártaglið á honum án nokkurs fyrirvara. Sagði hann ákærða síðan hafa kýlt sig nokkur högg með krepptum hnefa í andlit og líkama. Kvaðst brotaþolinn hafa fallið á gólfið og ákærði þá sparkað í maga hans, bak og brjóstkassa. Hinn ákærði sagði konuna hafa haft samband við sig áður og óskað eftir aðstoð við að henda brotaþolanum út. Sagðist hann hafa þekkt konuna frá árinu 2019 og tók fram að hún væri lág í greind, með tourette, þráhyggju og á rófinu og „væri ofsalega meðvirk og gæti ekki borið hönd fyrir höfuð sér.“ Þá sagðist hann hafa ráðist á brotaþolann vegna „uppsafnaðs viðbjóðs og reiði“ yfir því hvernig hann fór með sameiginlegan félaga þeirra. Þá sagðist hann hafa haft vitneskju um að brotaþolinn hefði stundað það að setjast upp á konuna, og fleira fólk sem væri veikt. Hinn ákærði sagðist ekki vera maður sem kallaði til lögreglu en hann kvaðst þó ekki hafa verið að taka lögin í sínar hendur. Þá sagðist hann ekki muna hvort brotaþolinn hefði verið með áverka eftir þetta. Þá sagði hann að ekki hefði verið um að ræða tilefnislausa fólskulega árás á saklausan mann heldur hefði verið langur aðdragandi að þessu máli og uppsöfnuð reiði. Talin vera í viðkvæmri stöðu Fram kemur í niðurstöðu dómsins að framburður mannsins og brotaþolans hafi tekið breytingum í gegnum meðferð málsins. Framburður brotaþolans, um að ákærði hefði gripið í hár hans að aftanverðu og slegið hann með krepptum hnefa í höfuð og víðsvegar í líkamann, þótti stöðugur. Hins vegar þótti ekki sannað að hinn ákærði hefði sparkað í brotaþolann eftir að hann féll á gólfið. Dómurinn taldi því ósannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkamann þar sem brotaþoli lá á gólfinu. Að öðru leyti taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum eins og greint var frá í ákærunni. Við mat á framburði konunnar leit dómurinn til náinna tengsla á milli hennar og hins ákærða og höfð var hliðsjón af því að vegna fötlunar hennar kynni hún að einhverju leyti að vera í viðkvæmri stöðu gagnvart hinum ákærða. Í niðurstöðu dómsins segir jafnframt að forsaga ákærða og brotaþola og sú vitneskja sem ákærði hafði um framkomu brotaþola gagnvart öðrum hafi ekki gefið hinum ákærða tilefni til að veitast að brotaþola eins og hann hefur nú verið sakfelldur fyrir. Þá hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að hann hafi áður beðið brotaþola að yfirgefa húsnæðið. Sakaferill ákærða allt aftur til ársins 1984. Árið 2005 var hann dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn almennum hegningarlaga, umferðarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Síðan þá hefur hann ítrekað verið ýmist dæmdur til refsingar eða gengist undir sektargerð lögreglustjóra,meðal annars vegna brota gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum. Með líkamsárásinni rauf hann skilyrði reynslulausnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að háttsemi hans olli brotaþolanum alvarlegum líkamlegum áverkum. Auk fangelsisrefsingarinnar er honum gert að greiða brotaþolanum 700 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira