Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Þúsundir mann fylgdust með ræðu Joe Biden í Varsjá í dag þar sem hann sagði grimmd einræðisins aldrei geta sigrað þá sem elskuðu frelsið. AP/Michal Dyjuk Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. Vladimir Putin forseti Rússlands var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu til beggja deilda rússneska þingsins og hersins í dag. Rússar ættu ekki í baráttu við almenning í Úkraínu sem óskaði þess að vera frelsað af Rússum frá árásarstríði Vesturlanda gegn Rússlandi. Þingmenn og yfirmenn hersins hlustuðu á tæplega tveggja tíma ræðu Rússlandsforseta um illsku Vesturlanda og sakleysi Rússa og ást þeirra á almenningi í Úkraínu.AP/Sergei Savostyanov „Almenningur í Úkraínu er í gíslingu stjórnarinnar í Kænugarði og vestrænna meistara hennar, sem hafa í raun hertekið landið pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega,“ sagði Putin í ávarpi sínu. Þessum öflum væri sama um fólkið í Úkraínu og hefði búið það til slátrunar. „Þetta er sorglegt og maður hræðist að tala um það. En þetta er staðreynd,“ sagði Rússlandsforseti og uppskar mikið klapp. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa fallið í innrás hans í Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni standa að baki Úkraínu allt til sigurs.AP/Evan Vucci Það kvað við allt annan tón í ávarpi Joe Biden Bandaríkjaforseta í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. „Fyrir einu ári óttaðist heimurinn að Kænugarður myndi falla. Ég er nýkominn úr heimsókn til Kænugarðs og ég get sagt ykkur að borgin stendur sterk. Kænugarður stendur með stolti og það sem mestu máli skiptir borgin er frjáls,“ sagði Biden. Putin segir Vesturlönd hins vegar hafa byrjað stríðið og þau ætli sér að gereyða Rússlandi. Breyta staðbundnum átökum í alheimsátök. Biden segir Rússlandsforseta hins vegar hafa misreiknað sig. „Hann hélt að NATO myndi koðna niður og sundrast. Þess í stað er NATO sameinaðra og þar er meiri samstaða en nokkru sinni áður. Hann hélt að hann gæti beitt orkunni sem vopni, og beygt Evrópu. Þess í stað vinnum við saman að því að gera Evrópu óháða jarðefnaeldsneyti frá Rússum,“ sagði Biden. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd ekki hafa upp á annað að bjóða en úrkynjun. Þau hafi gert árás á Rússland og beri ábyrgð á stríðinu. AP/(Mikhail Metzel Putin segir Vesturlönd hins vegar gera sér grein fyrir að þau geti ekki sigrað Rússland á vígvellinum. Þau beittu því upplýsingaóreiðu og sögulegum lygum. Svo læddi hann að sannleikskorni um Vesturlönd, eða hvað? „Sjáið hvað Vesturlönd gera sínu eigin fólki. Niðurrif fjölskyldunnar, menningarlegra og þjóðlegra gilda, öfuguggaháttinn, misnotkun á börnum vegna barnagirndar sem lýst er sem eðlilegum hluta af lífi þeirra,“ sagði Putin um hin siðspilltu Vesturlönd. „Einræðisherra sem ætlar að byggja heimsveldi getur aldrei dregið úr ást fólksins á frelsinu. Grimmd mun aldrei mylja mátt hinn frjálsu og Rússar munu aldrei hafa sigur í Úkraínu,“ sagði Joe Biden við mikinn fögnuðalmennings og forystufólks frá Póllandi og víðar sem var á staðnum til að hlusta á ávarp hans. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Pólland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu til beggja deilda rússneska þingsins og hersins í dag. Rússar ættu ekki í baráttu við almenning í Úkraínu sem óskaði þess að vera frelsað af Rússum frá árásarstríði Vesturlanda gegn Rússlandi. Þingmenn og yfirmenn hersins hlustuðu á tæplega tveggja tíma ræðu Rússlandsforseta um illsku Vesturlanda og sakleysi Rússa og ást þeirra á almenningi í Úkraínu.AP/Sergei Savostyanov „Almenningur í Úkraínu er í gíslingu stjórnarinnar í Kænugarði og vestrænna meistara hennar, sem hafa í raun hertekið landið pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega,“ sagði Putin í ávarpi sínu. Þessum öflum væri sama um fólkið í Úkraínu og hefði búið það til slátrunar. „Þetta er sorglegt og maður hræðist að tala um það. En þetta er staðreynd,“ sagði Rússlandsforseti og uppskar mikið klapp. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa fallið í innrás hans í Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni standa að baki Úkraínu allt til sigurs.AP/Evan Vucci Það kvað við allt annan tón í ávarpi Joe Biden Bandaríkjaforseta í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. „Fyrir einu ári óttaðist heimurinn að Kænugarður myndi falla. Ég er nýkominn úr heimsókn til Kænugarðs og ég get sagt ykkur að borgin stendur sterk. Kænugarður stendur með stolti og það sem mestu máli skiptir borgin er frjáls,“ sagði Biden. Putin segir Vesturlönd hins vegar hafa byrjað stríðið og þau ætli sér að gereyða Rússlandi. Breyta staðbundnum átökum í alheimsátök. Biden segir Rússlandsforseta hins vegar hafa misreiknað sig. „Hann hélt að NATO myndi koðna niður og sundrast. Þess í stað er NATO sameinaðra og þar er meiri samstaða en nokkru sinni áður. Hann hélt að hann gæti beitt orkunni sem vopni, og beygt Evrópu. Þess í stað vinnum við saman að því að gera Evrópu óháða jarðefnaeldsneyti frá Rússum,“ sagði Biden. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd ekki hafa upp á annað að bjóða en úrkynjun. Þau hafi gert árás á Rússland og beri ábyrgð á stríðinu. AP/(Mikhail Metzel Putin segir Vesturlönd hins vegar gera sér grein fyrir að þau geti ekki sigrað Rússland á vígvellinum. Þau beittu því upplýsingaóreiðu og sögulegum lygum. Svo læddi hann að sannleikskorni um Vesturlönd, eða hvað? „Sjáið hvað Vesturlönd gera sínu eigin fólki. Niðurrif fjölskyldunnar, menningarlegra og þjóðlegra gilda, öfuguggaháttinn, misnotkun á börnum vegna barnagirndar sem lýst er sem eðlilegum hluta af lífi þeirra,“ sagði Putin um hin siðspilltu Vesturlönd. „Einræðisherra sem ætlar að byggja heimsveldi getur aldrei dregið úr ást fólksins á frelsinu. Grimmd mun aldrei mylja mátt hinn frjálsu og Rússar munu aldrei hafa sigur í Úkraínu,“ sagði Joe Biden við mikinn fögnuðalmennings og forystufólks frá Póllandi og víðar sem var á staðnum til að hlusta á ávarp hans.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Pólland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02
Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44
Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21