„Þykir vænt um Val og á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. febrúar 2023 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var orðlaus yfir frammistöðu Vals og þeirri staðreynd að Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. „Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
„Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira