Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 16:02 Jóhann Páll vill fá að vita hvort Jón Gunnarsson hafi í alvöru viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson hvort ekki gæti verið sniðugt að gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. „Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli. Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
„Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli.
Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira