Heita kartaflan Sigmar Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2023 10:30 Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum. Sem viðbragð við henni fáum við Íslendingar reglulega stýrivaxtahækkanir sem enda gjarnan upp í rjáfri með þeim afleiðingum að heimilum og fyrirtækjum blæðir hressilega. Höggið sem við fáum núna er sérlega þungt. Hver ber ábyrgð? Það er heita kartaflan. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri hafa nú sameinast um að benda fingrinum að kjarasamningum um og kasta því kartöflunni til aðila vinnumarkaðarins. Þeir voru reyndar báðir á því fyrir áramót að þessir samningar væru innan þolmarka en þegar þörfin fyrir annan sökudólg jókst, í réttu hlutfalli við hækkandi vexti og verðbólgu, breyttist það venju samkvæmt. Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra eru líka sammála um að það þjóni engum tilgangi að leita að sökudólgum, sem er auðvitað það sem menn segja þegar þeir vilja ekki kannast við ábyrgð sína. Svo eru þeir báðir sammála um að kenna hvor öðrum um. Seðlabankastjóri kastar kartöflunni til fjármálaráðherra og bendir á lélega stjórn hans á ríkisfjármálum. Fjármálaráðherra grípur jarðeplið en kastar því strax til baka og bendir á að bankinn hafi ekki spáð rétt fyrir um verðbólguna . Forsætisráðherra bætti um betur á dögunum og sagði berum orðum að Seðlabankinn bæri höfuðábyrgð. Í áratugi hefur þessi þreytti samkvæmisleikur ráðamanna, Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins bugað verðbólgu og vaxtapínda þjóð. Menn benda hver á annan í leit að sökudólgi og reyna að sannfæra fólk um að ábyrgðin liggi annarstaðar en hjá þeim sjálfum. Stundum er heitu kartöflunni kastað til þjóðarinnar sem eyðir víst of miklu í sólarvörn og sandala á fjarlægum ströndum. Núna súpum við Íslendingar seiðið af því að hagstjórn ríkisstjórnarinnar er í molum, sturlaður vöxtur ríkisútgjalda er órækur vitnisburður um það. Einnig má efast um að svona stórkarlalegar vaxtahækkanir, í umhverfi fastra vaxta og verðtryggingar, bíti með réttum hætti. Allt þetta þarf að vera í lagi, hvort sem hér er notuð króna eða evra. Það sem við bætist í íslensku samfélagi, og er okkar stærsta vandamál, er risavaxinn kerfisvandi sem ýkir allar efnahagssveiflur og veldur stórfelldum búsifjum hjá heimilum og fyrirtækjum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra séu svo uppteknir við að benda hvor á annan, á sama tíma og ekki má leita að sökudólgum, að þeir sjái hvorugur hið raunverulega vandamál. Þessi staurblinda, sem ég held reyndar að sé valkvæð, er efnahagsvandi í sjálfu sér. Sú firra að tæplega 400.000 manna þjóð haldi fast í pínuoggulitla örmynt í ólgusjó alþjóðaviðskipta er hið raunverulega allt umlykjandi vandamál. Einn minnsti gjaldmiðill í heimi er helsta ástæða þess að Íslendingar borga meira fyrir nauðsynjar og miklu, miklu, hærri vexti en nágrannaþjóðirnar. Örmyntin er líka ein helsta ástæða þess að vaxtakostnaður íslenska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hærri en flestra Evrópulanda og miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er hærra á Íslandi en á Ítalíu og Grikklandi og við vitum vel hvernig staða ríkisfjármála er þar. Íslenska krónan er heita kartaflan. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun