Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 12:00 Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun