Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 14:55 Bíllinn var dreginn á land í morgun. Vísir/Egill Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02