Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2023 14:10 Þorbjörg Sigríður segir biðtíma eftir afplánun ævintýralega langan, miklu lengri en hún hefði getað ímyndað sér. Á því ófremdarástandinu hljóti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin að bera. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira