„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 23:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira