Um endurskoðun samgöngusáttmálans Helgi Áss Grétarsson skrifar 25. febrúar 2023 15:31 Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar