Bannað að heita Peran: „Mikill harmur á heimilinu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 19:55 Magnús Sigurjón Guðmundsson hefur verið kallaður Maggi Peran síðan hann man eftir sér. Aðsend Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að ekki megi heita Peran að millinafni. Nafnið uppfylli ekki lagaskilyrði. Umsækjandi segir mikinn harm ríkja á heimilinu vegna málsins. „Ef litið er svo á að millinafnið Peran sé dregið af íslenskum orðstofni (pera) þá er ekki hægt að samþykkja það þar sem það hefur þá nefnifallsendingu (með viðskeyttum greini). Ef hins vegar er litið svo á að nafnið sé ekki skylt orðinu pera þá er ekki heldur hægt að samþykkja það því að það er þá ekki af íslenskum orðstofni,“ segir í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. „Ég reyndi eins og ég gat“ Magnús Sigurjón Guðmundsson, Maggi Peran, er umræddur umsækjandi. Hann segist hafa verið kallaður Peran síðan hann man eftir sér. „Ég reyndi eins og ég gat að fá þá til þess að jánka þessu, sendi nokkra tölvupósta, en allt kom fyrir ekki, þeir neituðu. Ég verð bara að halda áfram að kalla mig þetta,“ segir Maggi Peran og hlær. Hann segist ekki ætla að taka málinu of alvarlega. „Ég er kannski ekkert sérstaklega ósáttur en aftur á móti eru börnin mín það. Þau voru búin að ákveða að fá að taka þetta upp líka ef þetta yrði samþykkt. Þannig að það voru þung spor að tilkynna þeim það að einhver aðili úti í bæ hafi bannað mér að heita þetta - sem ég hef verið kallaður síðan ég man eftir mér. Þannig eigum við ekki að segja að það sé mikill harmur á heimilinu,“ segir hann glettinn. Mannanöfn Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
„Ef litið er svo á að millinafnið Peran sé dregið af íslenskum orðstofni (pera) þá er ekki hægt að samþykkja það þar sem það hefur þá nefnifallsendingu (með viðskeyttum greini). Ef hins vegar er litið svo á að nafnið sé ekki skylt orðinu pera þá er ekki heldur hægt að samþykkja það því að það er þá ekki af íslenskum orðstofni,“ segir í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. „Ég reyndi eins og ég gat“ Magnús Sigurjón Guðmundsson, Maggi Peran, er umræddur umsækjandi. Hann segist hafa verið kallaður Peran síðan hann man eftir sér. „Ég reyndi eins og ég gat að fá þá til þess að jánka þessu, sendi nokkra tölvupósta, en allt kom fyrir ekki, þeir neituðu. Ég verð bara að halda áfram að kalla mig þetta,“ segir Maggi Peran og hlær. Hann segist ekki ætla að taka málinu of alvarlega. „Ég er kannski ekkert sérstaklega ósáttur en aftur á móti eru börnin mín það. Þau voru búin að ákveða að fá að taka þetta upp líka ef þetta yrði samþykkt. Þannig að það voru þung spor að tilkynna þeim það að einhver aðili úti í bæ hafi bannað mér að heita þetta - sem ég hef verið kallaður síðan ég man eftir mér. Þannig eigum við ekki að segja að það sé mikill harmur á heimilinu,“ segir hann glettinn.
Mannanöfn Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira