„Ég er alveg brjálaður“ Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. febrúar 2023 21:15 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var allt annað en sáttur eftir naumt tap Grindavíkur gegn Fjölni í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti. Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Grindavíkurkonur þurftu sigur í kvöld til að halda pressunni á lið Njarðvíkur í baráttunni um loka umspilssætið en eiga þó enn möguleika og mæta Njarðvík í næstu umferð. Spurður um fyrstu viðbrögð eftir ósigurinn, var þjálfarinn fáorður. „Ég er svekktur“ Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Fjölniskonur komu sterkari út úr hálfleikspásunni, hvað klikkaði í seinni hálfleik að mati þjálfarans? „Við vorum í vandræðum með svæðisvörnina hjá þeim, þær voru að færa sig vel og við vorum ekki að sjá réttu opnunar. Þær voru grimmari, það eru mín fyrstu viðbrögð, ég er alveg brjálaður að hafa tapað þessum leik.“ Danielle Rodriguez náði ekki að láta til sín taka í kvöld, hvernig metur Þorleifur frammistöðu leikmanna sinna í kvöld? „Mér fannst þær ekki hægja mikið á okkur, heldur við bara sjálfar. Varnarlega setti ég upp ákveðna hluti sem voru ekki að virka þannig ég hefði átt að breyta því fyrr, en svo breyttum við því og þá lagaðist vörnin aðeins og meikaði aðeins meira sens.“ „Á alltof mörgum sviðum fannst mér við vera alltof hikandi og ekki nógu miklir töffarar að klára hlutina, taka fráköstin. Við sýndum samt sem áður ákveðnar rispur inn á milli en það var bara því miður ekki nóg, Fjölnir bara voru betri.“ Brittany Dinkins réði ríkjum í leiknum og endaði stigahæst með 30 stig. Voru Grindavíkurkonur með áætlun til að stöðva hana og afhverju tókst það ekki? „Við vorum með ákveðið plan bara á allt liðið sem var kannski sniðið að hennar leik sem bara klikkaði að einhverju leyti, þó ekki alveg. Hún var mikið að hlaupa völlinn vel og skora úr hraðaupphlaupum og svo bara einn á einn þar sem við vorum ekki nógu mikið að halda henni fyrir framan okkur og vorum að leyfa henni að komast inn í teiginn þar sem hún er góð.“ Þorleifur fer svekktur frá borði eftir ósigurinn en verður að ná einbeitingunni fjótt aftur því Grindavík á stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð og þarf liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum á umspilssæti.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í æsispennandi leik í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. 26. febrúar 2023 21:00