Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2023 17:00 Hrannar Fossberg við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. Hrannar Fossberg Viðarsson er ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot vegna árásarinnar sem átti sér stað í Grafarholti í febrúar í fyrra. Hann skaut tveimur skotum á stúlkuna og annan karlmann úr bíl fyrir utan heimili hennar. Málið var til aðalmeðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Önnur byssukúlan sem Hrannar skaut hæfði stúlkuna í kviðinn. Hún hlaut lífshættulega áverka og þurfti að gangast undir bráðaaðgerð þar sem þurfti að fjarlægja kúlu úr ristli hennar. Manninn hitti hann í lærið en kúlan fór í gegnum það. Hann játar að hafa skotið stúlkuna og manninn. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað sér að drepa manninn eða skaða stúlkuna. Stúlkan, sem var nítján ára þegar árásin átti sér stað, lýsti því fyrir dómi hvernig Hrannar hefði hótað henni, tekið hana hálstaki oft og verið með byssu í kringum hana á meðan á rúmlega tveggja ára stormasömu sambandi þeirra stóð. Spurð að því fyrir dómi hvort að hún hafi óttast að Hrannar fylgdi hótunum sínum eftir svaraði hún. „Já, hann skaut mig.“ Afar afbrýðissamur vegna annarra stráka Hrannar lýsti manninum sem hann skaut sem „óvini“ sínum fyrir dómi og að samskipti þeirra gætu aðeins endað með slagsmálun ef þeir hittust. Þær deilur næðu mörg ár aftur í tímann. Stúlkan sagði að þau Hrannar hafi ítrekað byrjað og hætt saman á meðan á sambandinu stóð. Hrannar hafi verið afar afbýðissamur þegar hún hitti aðra stráka þegar þau voru ekki saman. Hann hafi hótað þeim og hún teldi að hann hefði að minnsta kosti einu sinni fylgt slíkum hótunum eftir. Engu að síður vildi Hrannar meina að afbrýðissemi hafi ekki ráðið för þegar hann ákvað að leita þau uppi um nóttina umræddu. Maðurinn sem varð fyrir skoti segir að þau stúlkan séu par í dag en þegar árásin átti sér stað hafi þau verið rétt byrjuð að hittast. Hélt Hrannar því fram að hann að hann hafi talið að stúlkan ætlaði sér að sína óvini sínum hvar hann ætti heima. Hann hafi viljað ræða við manninn til þess að forðast átök á heimili sínu, öryggis kærustu sinnar og móður vegna. Bæði stúlkan og maðurinn þvertóku fyrir að hún hafi ætlað að sýna honum hvar Hrannar byggi. Lífshættulegir áverkar Maðurinn og stúlkan voru við leigubíl fyrir utan heimili hennar þegar Hrannar skaut þau úr bíl sem hann var í með félaga sínum. Hún sagðist hafa heyrt kallað á sig. Maðurinn hafi sagt henni að fara í bílinn en hún hafi hikað við og byrjað að ganga að aðkomubílnum. „Svo heyri ég eins og flugelda, svo fatta ég að ég var skotin,“ sagði stúlkan. Læknir bar vitni um að áverkar stúlkunnar hafi verið lífshættulegar. Það hafi fyrst og fremst verið því að þakka hversu hratt hún komist undir læknishendur að ekki hafi farið verr. Eftir árásina sagði stúlkan að hún gæti ekki einu sinni keyrt götuna sína án þess að vera á varðbergi. Hún yrði hrædd við minnsta hljóð heima hjá sér. Hún eigi erfitt með svefn og óttist sífellt um öryggi sitt. Líkamlega sagðist stúlkan hafa það ágætt en þó þjást af undarlegum verkjum sem hún vissi ekki hvort tengdust áverkunum. Hún sagðist fyrst og fremst óttast að geta ekki eignast börn í framtíðinni. Læknir bar vitni um að áverkarnir ættu ekki að hafa áhrif á barneignir þótt ekki væri hægt að útiloka það. Heyrði stúlkuna öskra af sársauka Hrannar bar vitni um að maðurinn hafi gengið rösklega að bílnum sem hann var í. Honum hafi mögulega sýnst hann hafa eitthvað í hendinni. Því hafi hann ákveðið að skjóta hann í löppina. Hann hafi ekki vitað af því að stúlkan hefði orðið fyrir skoti fyrr en eftir á. Lýsing mannsins sem varð fyrir skotinu dró upp aðra mynd af atvikum. Þegar hann kom í leigubílnum hafi hann heyrt einhvern kalla á stúlkuna. Honum hafi ekki litist á blikuna og sagt henni að fara inn í leigubílinn en sjálfur gengið að bílnum. Hann hafi ekki verið ógnandi á nokkurn hátt en þó gengið rösklega að bílnum. Hann hafi ekki séð hver væri í bílnum. Hann hafi fyrst heyrt hljóð sem hann hafi haldið að væri flugeldur. Síðan hafi hann fundið fyrir í lærinu en ekkert blóð hafi komið og þá haldið að hann hefði verið skotinn með loftbyssu. Þá hafi hann heyrt stúlkuna öskra af sársauka. Leigubílstjóri hafi ekið þeim í átt að bráðamóttöku og sjúkrabíll komið til móts við þau. Árásin hafi verið mikið áfall. Klukkutímarnir á meðan stúlkan var í bráðaaðgerð hafi verið hræðilegir. Maðurinn hafi ekki óttast sérstaklega um sjálfan sig en afleiðingarnar hefðu vissulega getað verið verri. Aðeins hafi munað nokkrum sentímetrum að kúlan hæfði slagæð og þá hefði honum getað blætt út. Sögðu Hrannar hafa boðið þeim greiðslur Maðurinn gaf lítið fyrir að hafa á einhvern hátt ógnað Hrannari, hvorki fyrir árásina né rétt áður en hún hófst. Hann hafi ekki haft hugmynd um hvar Hrannar átti heima né kært sig um að vita það. Sjálfur hefði hann ekki fengið hótanir frá Hrannari en hann hafi vitað að hann hótaði stúlkunni. Hann hafði einnig ólíka sýn á samband sitt og Hrannars. Þeir væru báðir úr Breiðholti en þeir hefðu aldrei þekkst þannig eða verið vinir. Spurður út í að Hrannar hefði sagt hann óvin sinn sagði hann: „Segir hann það? Já, ég á enga óvini,“ sagði maðurinn en gekkst þó við því að þeir Hrannar væru engir vinir. Mögulega hafi verið hótanir eða illindi á milli þeirra í fortíðinni. Hann hafi vitað að Hrannar og stúlkan hefðu verið par og það hefðu verið vandamál á milli þeirra. „Það vita það örugglega flestir á Íslandi að hann væri ekkert rosalega góður kærasti,“ sagði maðurinn. Bæði maðurinn og stúlkan sögðu að Hrannar hefði fengið vini sína til þess að reyna að fá þau til þess að breyta framburði sínum fyrir dómi og bera á þau fé til þess, síðast nú á sunnudag. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28. febrúar 2023 14:55 19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. 16. febrúar 2018 09:13 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson er ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot vegna árásarinnar sem átti sér stað í Grafarholti í febrúar í fyrra. Hann skaut tveimur skotum á stúlkuna og annan karlmann úr bíl fyrir utan heimili hennar. Málið var til aðalmeðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Önnur byssukúlan sem Hrannar skaut hæfði stúlkuna í kviðinn. Hún hlaut lífshættulega áverka og þurfti að gangast undir bráðaaðgerð þar sem þurfti að fjarlægja kúlu úr ristli hennar. Manninn hitti hann í lærið en kúlan fór í gegnum það. Hann játar að hafa skotið stúlkuna og manninn. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað sér að drepa manninn eða skaða stúlkuna. Stúlkan, sem var nítján ára þegar árásin átti sér stað, lýsti því fyrir dómi hvernig Hrannar hefði hótað henni, tekið hana hálstaki oft og verið með byssu í kringum hana á meðan á rúmlega tveggja ára stormasömu sambandi þeirra stóð. Spurð að því fyrir dómi hvort að hún hafi óttast að Hrannar fylgdi hótunum sínum eftir svaraði hún. „Já, hann skaut mig.“ Afar afbrýðissamur vegna annarra stráka Hrannar lýsti manninum sem hann skaut sem „óvini“ sínum fyrir dómi og að samskipti þeirra gætu aðeins endað með slagsmálun ef þeir hittust. Þær deilur næðu mörg ár aftur í tímann. Stúlkan sagði að þau Hrannar hafi ítrekað byrjað og hætt saman á meðan á sambandinu stóð. Hrannar hafi verið afar afbýðissamur þegar hún hitti aðra stráka þegar þau voru ekki saman. Hann hafi hótað þeim og hún teldi að hann hefði að minnsta kosti einu sinni fylgt slíkum hótunum eftir. Engu að síður vildi Hrannar meina að afbrýðissemi hafi ekki ráðið för þegar hann ákvað að leita þau uppi um nóttina umræddu. Maðurinn sem varð fyrir skoti segir að þau stúlkan séu par í dag en þegar árásin átti sér stað hafi þau verið rétt byrjuð að hittast. Hélt Hrannar því fram að hann að hann hafi talið að stúlkan ætlaði sér að sína óvini sínum hvar hann ætti heima. Hann hafi viljað ræða við manninn til þess að forðast átök á heimili sínu, öryggis kærustu sinnar og móður vegna. Bæði stúlkan og maðurinn þvertóku fyrir að hún hafi ætlað að sýna honum hvar Hrannar byggi. Lífshættulegir áverkar Maðurinn og stúlkan voru við leigubíl fyrir utan heimili hennar þegar Hrannar skaut þau úr bíl sem hann var í með félaga sínum. Hún sagðist hafa heyrt kallað á sig. Maðurinn hafi sagt henni að fara í bílinn en hún hafi hikað við og byrjað að ganga að aðkomubílnum. „Svo heyri ég eins og flugelda, svo fatta ég að ég var skotin,“ sagði stúlkan. Læknir bar vitni um að áverkar stúlkunnar hafi verið lífshættulegar. Það hafi fyrst og fremst verið því að þakka hversu hratt hún komist undir læknishendur að ekki hafi farið verr. Eftir árásina sagði stúlkan að hún gæti ekki einu sinni keyrt götuna sína án þess að vera á varðbergi. Hún yrði hrædd við minnsta hljóð heima hjá sér. Hún eigi erfitt með svefn og óttist sífellt um öryggi sitt. Líkamlega sagðist stúlkan hafa það ágætt en þó þjást af undarlegum verkjum sem hún vissi ekki hvort tengdust áverkunum. Hún sagðist fyrst og fremst óttast að geta ekki eignast börn í framtíðinni. Læknir bar vitni um að áverkarnir ættu ekki að hafa áhrif á barneignir þótt ekki væri hægt að útiloka það. Heyrði stúlkuna öskra af sársauka Hrannar bar vitni um að maðurinn hafi gengið rösklega að bílnum sem hann var í. Honum hafi mögulega sýnst hann hafa eitthvað í hendinni. Því hafi hann ákveðið að skjóta hann í löppina. Hann hafi ekki vitað af því að stúlkan hefði orðið fyrir skoti fyrr en eftir á. Lýsing mannsins sem varð fyrir skotinu dró upp aðra mynd af atvikum. Þegar hann kom í leigubílnum hafi hann heyrt einhvern kalla á stúlkuna. Honum hafi ekki litist á blikuna og sagt henni að fara inn í leigubílinn en sjálfur gengið að bílnum. Hann hafi ekki verið ógnandi á nokkurn hátt en þó gengið rösklega að bílnum. Hann hafi ekki séð hver væri í bílnum. Hann hafi fyrst heyrt hljóð sem hann hafi haldið að væri flugeldur. Síðan hafi hann fundið fyrir í lærinu en ekkert blóð hafi komið og þá haldið að hann hefði verið skotinn með loftbyssu. Þá hafi hann heyrt stúlkuna öskra af sársauka. Leigubílstjóri hafi ekið þeim í átt að bráðamóttöku og sjúkrabíll komið til móts við þau. Árásin hafi verið mikið áfall. Klukkutímarnir á meðan stúlkan var í bráðaaðgerð hafi verið hræðilegir. Maðurinn hafi ekki óttast sérstaklega um sjálfan sig en afleiðingarnar hefðu vissulega getað verið verri. Aðeins hafi munað nokkrum sentímetrum að kúlan hæfði slagæð og þá hefði honum getað blætt út. Sögðu Hrannar hafa boðið þeim greiðslur Maðurinn gaf lítið fyrir að hafa á einhvern hátt ógnað Hrannari, hvorki fyrir árásina né rétt áður en hún hófst. Hann hafi ekki haft hugmynd um hvar Hrannar átti heima né kært sig um að vita það. Sjálfur hefði hann ekki fengið hótanir frá Hrannari en hann hafi vitað að hann hótaði stúlkunni. Hann hafði einnig ólíka sýn á samband sitt og Hrannars. Þeir væru báðir úr Breiðholti en þeir hefðu aldrei þekkst þannig eða verið vinir. Spurður út í að Hrannar hefði sagt hann óvin sinn sagði hann: „Segir hann það? Já, ég á enga óvini,“ sagði maðurinn en gekkst þó við því að þeir Hrannar væru engir vinir. Mögulega hafi verið hótanir eða illindi á milli þeirra í fortíðinni. Hann hafi vitað að Hrannar og stúlkan hefðu verið par og það hefðu verið vandamál á milli þeirra. „Það vita það örugglega flestir á Íslandi að hann væri ekkert rosalega góður kærasti,“ sagði maðurinn. Bæði maðurinn og stúlkan sögðu að Hrannar hefði fengið vini sína til þess að reyna að fá þau til þess að breyta framburði sínum fyrir dómi og bera á þau fé til þess, síðast nú á sunnudag.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28. febrúar 2023 14:55 19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. 16. febrúar 2018 09:13 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28. febrúar 2023 14:55
19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. 16. febrúar 2018 09:13