Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Sæbjörn Steinke skrifar 1. mars 2023 23:36 Lovís Björt Henningsdóttir átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni. Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli