Innlent

Skólasamfélagið í Háteigsskóla slegið eftir áflog

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skólastjórnendur í Háteigsskóla eru slegnir vegna málsins.
Skólastjórnendur í Háteigsskóla eru slegnir vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Tveimur nemendum í unglingadeild Háteigsskóla í Reykjavík lenti saman í unglingaálmu skólans í dag. Á sama tíma voru tvö ungmenni sem eru ekki nemendur við skólann á svæðinu. 

Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra barna í skólanum í dag.  

„Í hádeginu í dag varð uppákoma hér í skólanum þegar tveimur nemendum í unglingadeild lenti saman í unglingaálmunni. Á sama tíma voru ungmenni sem eru ekki nemendur í skólanum á svæðinu,“ segir í tölvupóstinum.

Starfsmenn hafi brugðist skjótt við og náð stjórn á aðstæðum. Ungmennunum sem ekki eru í Háteigsskóla hafi verið vísað frá og kallað eftir aðstoð lögreglu sem hafi mætt fljótt á staðinn. 

„Rætt var við nemendur á unglingastigi áður en þeir fóru heim í dag. Skólasamfélagið er slegið eftir þessa atburðarás og fordæmir aðferðir sem þessar - ofbeldi er aldrei réttlætanlegt,“ segir í tölvupóstinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×