Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2023 10:11 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umboðsmanns þar sem segir að óskað hafi verið eftir tilteknum skýringum og upplýsingum frá fjármálaráðherra um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Spurningar umboðsmanns til Bjarna snúa að umdeildari sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Í bréfi sem Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, sendi Bjarna í gær er vísað í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið. Segir Skúli að hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum Íslandsbanka til Hafsilfurs, félags í eigu föður Bjarna. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Vilhelm Benedikt Sveinsson keypti fyrir rétt tæpar 55 milljónir króna í gegnum fjárfestingafélag sitt Hafsilfur ehf. Bjarni sagði á sínum tíma hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Spyr hvernig hæfisreglum hafi verið fullnægt Vísar Skúli í sérstakar hæfisreglur stjórnsýslulaga sem feli ekki eingöngu í sér að koma í veg fyrir að ómálefnanleg sjónarmið hafi á áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, heldur sé þeim einnig ætlað að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld leysi úr málum á hlutlægan hátt. Óskar umboðsmaður því eftir að Bjarni upplýsi og skýri hvort og þá með hvaða hætti reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum til Hafsilfurs ehf, félags í eigu föður Bjarna. Einnig er spurt um hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðar hlutar ríkisins í Íslandsbanka hafi verið hagað þannig að tryggt væri að gætt yrði reglna stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi þegar kæmi að ákvörðunum ráðherra um hvort tilboð skyldu samþykkt eða þeim hafnað. Þá er óskað rökstuddrar afstöðu ráðherra til þess hvort og þá að hvaða marki hann hafi sem ráðherra borið lagalega og stjórnskipulega ábyrgð á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög. Bréf umboðsmanns til Bjarna má lesa hér.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Alþingi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira