Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Bryndís Einarsdóttir skrifar 3. mars 2023 15:31 Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Vinnueftirlitinu bera allir atvinnurekendur ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað án tillits til stærðar hans. Áætlunin felur í sér bæði áhættumat og áætlun um heilsuvernd og skal áætlun vera fylgt eftir í daglegum rekstri og vera skýr og aðgengileg öllum á vinnustaðnum. Ein af fimm meginstoðum vinnuverndar er félagslegt vinnuumhverfi og einn af þeim þáttum sem er skoðaður sérstaklega við mat á heilbrigði í félagslegu vinnuumhverfi er sálrænt öryggi á vinnustaðnum. En hvað er sálrænt öryggi í starfsumhverfinu? Sálrænt öryggi þýðir að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að gera mistök, taka ábyrgð á þeim mistökum og leiðrétta. Starfsfólk getur beðið um hjálp og stuðning án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar. Enn fremur er mikilvægt að starfsfólk upplifi að það sé svigrúm til að spyrja spurninga, gagnrýna og koma með hugmyndir og skoðanir án þess að verða fyrir aðkasti eða niðurlægingu. Algengur misskilningur er að sálrænt öryggi þýði að þá verði aldrei skoðanaágreiningur, allir séu sammála og allir séu vinir. Auðvitað er gott þegar öllum kemur vel saman og eru sammála um hvert skal halda og hvað skuli gera en það er ekki hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu alltaf vinir. Dýrin í Hálsaskógi er frábært leikrit en það er ekki endilega raunveruleikinn. Starfsfólk gegnir mismunandi hlutverkum, er með mismikla ábyrgð, innsýn og reynslu. Þar fyrir utan hefur starfsfólk mismunandi hugmyndir um leiðir að settum markmiðum og eru ekki alltaf með sama ásetning í mismunandi starfshlutverkum. Þegar sálrænt öryggi er til staðar í starfsumhverfinu þá ríkir sú menning og þau viðhorf að fólk megi og eigi að skiptast á hugmyndum, rökræða, takast á málefnalega og þannig víkka sjóndeildarhringinn, auka hugmyndaauðgi og þekkingu og fjölga leiðum til lausna. Sé sálrænt öryggi til staðar í starfsumhverfi aukast lýkur á þátttöku starfsfólks, hugvit og frumkvæði eykst, slysum fækkar og neikvæð hegðun minnkar. Þannig leiðir sálrænt öryggi af sér frjósamara vinnuumhverfi þar sem fólk upplifir framlag sitt metið og það finnur að það er mikilvægur liðsmaður í heildinni. Hvernig geta stjórnendur aukið sálrænt öryggi? Mikilvægast er að stjórnendur fari fyrir með góðu fordæmi. Það þýðir í stuttu máli að stjórnendur leyfi sér að vera manneskjur sem stundum geri mistök, viti ekki allt en séu tilbúnir að bæta þekkingu og færni sína og bjóði starfsfólki að gera slíkt hið sama. Það þýðir að mæta starfsfólkinu sem manneskjum af virðingu, áhuga og hvatningu. Sálrænt öryggi í starfsumhverfinu kemur ekki í veg fyrir að fólk misstígi sig en það eykur líkur á því að þegar fólk misstígur sig, hvort sem um er að ræða stjórnanda eða starfsmann, þá er það gripið fyrr og leiðrétt á farsælli hátt. Allir á vinnustaðnum styðja hvern annan í jákvæðum samskiptum og láta hvern annan vita þegar einhver misstígur sig til að viðkomandi geti leiðrétt hegðun sína án þess að það hafi neikvæðar afleiðingar og það er gert í virðingu og umhyggju. Það er nokkurn veginn það sem dýrunum í Hálsaskógi tókst að gera, kannski geta öll dýrin í skóginum verið vinir eftir allt. Höfundur er sálfræðingur og ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Líf og sál og viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirlitinu við úttekt á félagslegu vinnuumhverfi.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar