„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:22 Kristrún ávarpar flokkstjórnarfund í morgun, með nýtt merki Samfylkingarinnar í bakgrunni. Baldur Kristjánsson Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins um þessar mundir en Kristrún varaði við því í ræðu sinni að eltast við skoðanakannanir. „En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir, og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig.“ En stefna Kristrúnar er skýr. Hún vill í ríkisstjórn. „Samfylkingin stefnir í stjórn. Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum,“ sagði Kristrún. „Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar. Eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum, algjörlega verkstola, þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins um þessar mundir en Kristrún varaði við því í ræðu sinni að eltast við skoðanakannanir. „En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir, og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig.“ En stefna Kristrúnar er skýr. Hún vill í ríkisstjórn. „Samfylkingin stefnir í stjórn. Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum,“ sagði Kristrún. „Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar. Eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum, algjörlega verkstola, þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18
Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08