Í tvo áratugi hafa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna reynt að semja sín á milli um verndun vistkerfa í úthöfum sem ekki tilheyra lögsögu ákveðinna ríkja. Eitt helsta þrætueplið var skipting gróða á erfðaauðlindum í hafinu, þá sérstaklega milli þróunarríkja og þróaðra ríkja en það tókst í nótt.
Erfðaauðlindir koma til dæmis frá svömpum, kórölum, þangi og bakteríum í hafinu. Fjöldi vísindamanna notast við auðlindirnar við gerð lyfja og snyrtivara.
Þó á eftir að undirrita samninginn en verið er að vinna í því að breyta orðalagi í honum og þýða. Textanum verður þó ekki breytt á neinn hátt.
Fulltrúar aðildarríkjanna höfðu ekki yfirgefið fundarsalinn í 48 tíma til þess að komast að niðurstöðu samkvæmt The Guardian.