Staðbundin nýsköpun í alþjóðlegum heimi Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 6. mars 2023 11:01 Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun