Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 14:30 Ja Morant er í vondum málum. getty/Tim Nwachukwu Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. Eftir að myndbandið birtist á laugardaginn sagði Memphis að Morant hefði verið sendur í tveggja leikja leyfi. Í myndbandinu virtist Morant veifa byssu á skemmtistað, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Memphis tapaði fyrir Denver Nuggets, 113-97. NBA er með mál Morants til skoðunar. Þjálfari Memphis, Taylor Jenkins, tjáði sig um mál Morants á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Los Angeles Clippers í nótt. Memphis tapaði leiknum, 135-129. „Við sögðum að þetta yrðu að minnsta kosti tveir leikir. Þetta er ferli. Það er enginn tímarammi á þessu,“ sagði Jenkins. Hann sagði að félagið myndi hjálpa Morant á þessum erfiðu tímum en hann yrði líka að taka ábyrgð á gjörðum sínum. „Við tökum þetta mjög alvarlega. Við styðjum við bakið á einstaklingi sem þarf að lagast og fá hjálp. En það er líka ábyrgðarþáttur sem hann þarf að standa við.“ Klippa: Ja Morant með byssu á skemmtistað Morant er einn besti leikmaður NBA en hefur verið duglegur að koma sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði var hann ásamt vinum sínum sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð síðasta sumar. Þá er Morant einnig sakaður um að hafa lamið sautján ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili hans, fjórum dögum eftir að hann hótaði öryggisverðinum. Hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu. Morant, sem er 23 ára, er níundi stigahæsti leikmaður NBA á tímabilinu með 27,1 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 6,0 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Skotvopn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Eftir að myndbandið birtist á laugardaginn sagði Memphis að Morant hefði verið sendur í tveggja leikja leyfi. Í myndbandinu virtist Morant veifa byssu á skemmtistað, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Memphis tapaði fyrir Denver Nuggets, 113-97. NBA er með mál Morants til skoðunar. Þjálfari Memphis, Taylor Jenkins, tjáði sig um mál Morants á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Los Angeles Clippers í nótt. Memphis tapaði leiknum, 135-129. „Við sögðum að þetta yrðu að minnsta kosti tveir leikir. Þetta er ferli. Það er enginn tímarammi á þessu,“ sagði Jenkins. Hann sagði að félagið myndi hjálpa Morant á þessum erfiðu tímum en hann yrði líka að taka ábyrgð á gjörðum sínum. „Við tökum þetta mjög alvarlega. Við styðjum við bakið á einstaklingi sem þarf að lagast og fá hjálp. En það er líka ábyrgðarþáttur sem hann þarf að standa við.“ Klippa: Ja Morant með byssu á skemmtistað Morant er einn besti leikmaður NBA en hefur verið duglegur að koma sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði var hann ásamt vinum sínum sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð síðasta sumar. Þá er Morant einnig sakaður um að hafa lamið sautján ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili hans, fjórum dögum eftir að hann hótaði öryggisverðinum. Hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu. Morant, sem er 23 ára, er níundi stigahæsti leikmaður NBA á tímabilinu með 27,1 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 6,0 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Skotvopn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum