„Planið er að yfirtaka Ísland“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. mars 2023 08:00 Juan telur að hann hafi að minnsta kosti gert yfir hundrað verk og jafnvel allt að þúsund. Vísir/Sigurjón Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Juan, eða Juan Pictures Art eins og hann kallar sig, er upprunalega frá Spáni og kom til landsins fyrir nokkrum árum en hann segir listina snemma hafa heillað. „Frá því að ég var tólf eða þrettán ára þá var ég að graffa en svo áttaði ég mig á því að ég gæti líka gert mínar eigin veggmyndir og boðið fólki sem vildi kannski hafa þessi listaverk og síðan hef ég stundað þetta. Þegar ég kom til Íslands þá varð smá sprenging og ég var alltaf að mála og þannig hefur það verið fram að þessu,“ segir Juan. Hann er stöðugt að leita að lausu plássi og undanfarið hefur hann meðal annars tekið upp á því að bjóða íbúum í Langholtshverfi og Laugardal krafta sína. „Ég er alltaf beðinn um að koma og mála og ég held hafi sex eða sjö verk hérna og ég er enn að fá beiðnir, svo það er býsna gott,“ segir hann. Eitt slíkt verk er á Langholtsvegi þar sem eigendurnir eru hæstánægðir þar sem verkið hefur vakið mikla athygli frá gestum og gangandi. „Hann hafði samband, vantaði vegg, og að sjálfsögðu hleypti ég honum á vegginn hjá mér. Þetta er ekkert smá flott hjá honum, þetta er búið að lífga upp á tilveruna. Ég hvet alla til þess að segja já við hann,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, íbúi á Langholtsvegi. Listaverk Juans hefur vakið mikla lukku hjá eigendunum og öðrum í hverfinu. Vísir/Sigurjón „Þetta tók mig þrjár klukkustundir en það var mikil tilraunarstarfsemi, ég var ekki með teikningu og vissi ekki hvað ég ætlaði að gera. En það getur tekið allt frá einum degi upp í þrjá til fjóra daga að klára svona verk, það fer eftir teikningunni og stærðinni,“ segir Juan. Sjálfur segist Juan ekki hafa tölu af því hversu mörg listaverk hans eru orðin í heildina en þau séu jafnvel allt að þúsund. Stærri verk eru í uppáhaldi þar sem hann elskar að mála veggmyndir en getur málað hvað sem er að eigin sögn. Þá eru viðfangsefnin alls konar. „Ég er mjög fjölhæfur, hvort sem það er raunverulegt eða abstrakt, teikningar, málverk, myndir. Ég blanda öllu saman, ég held að það geri það töfrandi,“ segir Juan en hann notar einnig ýmis efni í listaverkin sín og mismunandi leiðir. Super Mario grindverkið á Hofsvallagötu nýtur mikilla vinsælda og er eflaust vinsælasta verk Juans. Vísir/Arnar Stærsta verk hans er í Keflavík en það vinsælasta án efa Super Mario listaverkið á grindverki við Hofsvallagötu í Vesturbæ, sem hefur meira að segja vakið athygli utan landssteinanna. Hann er opinn fyrir öllu í framhaldinu en viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að mála stóran vegg í háskólanum, sem hann hefur verið í viðræðum um. Þó flest hans verk séu á höfuðborgarsvæðinu eru þau einnig víðar. „Ég reyni að fara út um allt. Ég er með verk á Selfossi, Ísafirði og Sauðakróki, Keflavík, Njarðvík. Það sem mig vantar er Akureyri, ég er með tengiliði þar, þau hafa skrifað mér en það hefur ekki orðið af því enn,“ segir Juan en markmiðið er einfalt, að eiga verk alls staðar. „Planið er að yfirtaka Ísland.“ Juan heldur úti Instagram síðu þar sem hann sýnir listaverkin sín en nokkur dæmi má finna hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart) View this post on Instagram A post shared by Juan Pictures Art (@juanpicturesart)
Myndlist Reykjavík Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira