Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 10:45 Atvikið átti sér stað á ónefndum veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík í janúar 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent