Íslensk söngkona kynnir Svía fyrir hjónabandssælu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. mars 2023 09:01 Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Helga María Ragnarsdóttir opnaði á dögunum kaffihús í bænum Piteå í norðurhluta Svíþjóð þar sem hún býður heimamönnum meðal annars upp á íslenskar kræsingar. Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“ Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“
Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira