Talið að Bayern vilji tvíeyki frá Chelsea og bakvörð Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 19:16 Kærustuparið Magda Eriksson og Pernille Harder gætu verið á leið til Þýskalands. Naomi Baker/Getty Images Bayern München virðist ætla að styrkja sig talsvert í sumar. Talið er að félagið sé á höttunum á eftir Pernille Harder og Mögdu Eriksson hjá Chelsea. Ona Battle, bakvörður Manchester United, er einnig á óskalistanum. Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira