Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2023 20:01 Ragnar Þór Ingólfsson sem býður sig fram til endurkjörs í embætti formanns VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem einnig býður sig fram tókust á um helstu áherslur félagsins. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. Elva Hrönn Hjartardóttir býður sig fram til formanns VR ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni sem sækist eftir endurkjöri. Einnig verður kosið um sjö af fjórtán stjórnarmönnum og þrjá varamenn í stjórn. Þau Elva Hrönn og Ragnar Þór mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Hún segist hafa aðrar áherslur en sitjandi formaður. „Það eru ýmis málefni sem er verið að vinna í en ég tel að við gætum verið að vinna miklu meira í. Þar þarf líka áhuga formanns á málefnunum. Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Elva Hrönn vill lyfta málum sem hún segir núverandi formann VR ekki hafa sinnt.Vísir/Vilhelm Það ætti við um málefni unga fólksins, útlendinga sem væru um 14 prósent félagsmanna og jafnréttismál. Formaður stærsta stéttarfélags landsins mætti ekki yfirgefa herbergið í hver sinn sem hann mætti einhverri mótspyrnu. Elva Hrönn og Ragnar Þór voru þó sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna bæði almennt og fyrir komandi kjarasamninga sem taka við af skammtímasamningunum sem gerðir voru í desember.Vísr/Vilhelm Ragnar Þór sagði unnið í fjölmörgum málum sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum. Til að mynda hefði VR lagt mikla vinnu í húsnæðismál unga fólksins með tilurð hlutdeildarlána. Þar hefðu stjórnvöld að vísu ekki staðið við sitt eins og í mörgu öðru sem tengdist loforðum þeirra við gerð lífskjarasamninganna. Ragnar Þór var fyrst kjörinn formaður VR árið 2017 en kjörtímabilið er tvö ár.Vísir/Vilhelm „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Þau voru sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna almennt og við gerð nýrra samninga sem tækju við af þeim skammtímasamningi sem nýlega var gerður. Þau greindi hins vegar á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Pallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Stéttarfélög Tengdar fréttir Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7. mars 2023 12:31 „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Elva Hrönn Hjartardóttir býður sig fram til formanns VR ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni sem sækist eftir endurkjöri. Einnig verður kosið um sjö af fjórtán stjórnarmönnum og þrjá varamenn í stjórn. Þau Elva Hrönn og Ragnar Þór mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Hún segist hafa aðrar áherslur en sitjandi formaður. „Það eru ýmis málefni sem er verið að vinna í en ég tel að við gætum verið að vinna miklu meira í. Þar þarf líka áhuga formanns á málefnunum. Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Elva Hrönn vill lyfta málum sem hún segir núverandi formann VR ekki hafa sinnt.Vísir/Vilhelm Það ætti við um málefni unga fólksins, útlendinga sem væru um 14 prósent félagsmanna og jafnréttismál. Formaður stærsta stéttarfélags landsins mætti ekki yfirgefa herbergið í hver sinn sem hann mætti einhverri mótspyrnu. Elva Hrönn og Ragnar Þór voru þó sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna bæði almennt og fyrir komandi kjarasamninga sem taka við af skammtímasamningunum sem gerðir voru í desember.Vísr/Vilhelm Ragnar Þór sagði unnið í fjölmörgum málum sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum. Til að mynda hefði VR lagt mikla vinnu í húsnæðismál unga fólksins með tilurð hlutdeildarlána. Þar hefðu stjórnvöld að vísu ekki staðið við sitt eins og í mörgu öðru sem tengdist loforðum þeirra við gerð lífskjarasamninganna. Ragnar Þór var fyrst kjörinn formaður VR árið 2017 en kjörtímabilið er tvö ár.Vísir/Vilhelm „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Þau voru sammála um að húsnæðismálin væru mál málanna almennt og við gerð nýrra samninga sem tækju við af þeim skammtímasamningi sem nýlega var gerður. Þau greindi hins vegar á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Pallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Stéttarfélög Tengdar fréttir Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7. mars 2023 12:31 „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. 7. mars 2023 12:31
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19