„Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Benedikt Guðmundsson hlustar á einn af reynsluboltum sínum í leikhléi hjá Njarðvíkurliðinu. Vísir/Diego Njarðvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Subway deild karla í körfubolta í vikunni og unnu áttunda deildarsigur sinn í röð á Ásvöllum á mánudagskvöldið. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, ræddi við Guðjón Guðmundsson um gleðitíðindin að fá Hauk Helga Pálsson aftur til baka sem og um góða stöðu Njarðvíkurliðsins í dag. Haukur Helgi Pálsson skoraði 20 stig á 29 mínútum í leiknum en hann hitti meðal annars úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann hefur glímt við í meiðsli á annað ári en sýndi þarna hvað hann getur. Hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum „Hann var virkilega góður í þessum leik og þetta var hans besti leikur í Njarðvíkurbúningnum. Ég krosslegg fingur um að þetta verði svona áfram. Þetta lofar góðu,“ sagði Benedikt Guðmundsson um Hauk Helga. Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.Vísir/Vilhelm „Þetta er okkar svona helsti lykilleikmaður og þá að hann sé ekki að skora tuttugu stig eins og í þessum leik þá er hann bara með ákveðið ‚presence' inn á vellinum,“ sagði Benedikt. Hefur áhrif bara með nærveru sinni „Við höfum rætt það okkar á milli nokkrir, sem þekkjum vel til hans, að hann og Pavel eru þessir leikmenn sem geta haft mikil áhrif á leikinn án þess að vera setja upp einhverjar svakalega tölur eða skora mikið af stigum. Bara með nærveru sinni þarna. Hann er alltaf mikilvægur þó hann eigi ekki tuttugu stiga leik eins og þarna,“ sagði Benedikt um Hauk Helga. Njarðvík og Valur eru í efstu sætunum deildarinnar með átta stig en Njarðvíkingar hafa unnið alla leiki sína síðan þeir töpuðu á móti Val um miðjan desember. Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað „Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað. Þetta er enn þá bara upphitun í gangi fyrir úrslitakeppnina og þar kemur bara í ljós úr hverju menn eru gerðir. Þá telur venjulega tímabilið ekki neitt. Við erum alveg rólegir,“ sagði Benedikt. „Við sáum Stólana í fyrra tapa sex leikjum í röð rétt fyrir úrslitakeppnina og fara svo á flug. Svo höfum við séð önnur lið spila vel í deildarkeppninni en hafa svo sprungið á limminu í úrslitakeppninni. Ég er alveg rólegur,“ sagði Benedikt. Þeir ættu að kunna þetta „Njarðvík er með allan pakkann til að fara alla leið. Þarna er reynsla og þarna eru gæði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég tel okkur vera með góð gæði og ég held að þarna sé alveg gríðarleg reynsla. Við erum með menn sem eru búnir að vera lengi í þessu og eru á góðum aldri. Þeir ættu að kunna þetta enda snýst þetta um ná þessari stemmningu og að þetta smelli í úrslitakeppninni. Þá kemur þetta hraðmót sem er svolítið öðrum,“ sagði Benedikt. Það má sjá allt viðtal Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Benedikt Guðmundsson: Aðalmótið er ekki einu sinni byrjað
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira