Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 21:29 jarni Benediktsson fjármálaráðherra, Esther Finnbogadóttur sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu en hún sat jafnframt í stjórn Lindarhvols sem varamaður og Sigurður Valtýsson sem hefur staðið í stappi við að toga upplýsingar um greiðslur ráðuneytisins til Íslaga sem höfðu umsýslu með störfum Lindarhvols. vísir/samsett Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Frigus II ehf., sem er í eigu Sigurðar Vatýssonar og Ágústs og Lýðs Guðmundssona, krafðist aðgangs að fyrrgreindri álitsgerð MAGNA. Félagið hefur þegar stefnt Lindarhvoli og íslenska ríkinu og krafist 650 milljóna í skaðabætur vegna sölu Lindarhvols á hlutafé í Klakka ehf., sem var í eigu íslenska ríkisins. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um Lindarhvol, félagið sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti á fót til að koma eigum sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008 aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Álitsgerðin segi að opinbera skuli greinargerð ríkisendurskoðanda Einn angi málsins snýst um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem hann skilaði til Alþingis árið 2018 en hefur enn ekki verið gerð opinber. Leyndin sem ríkir yfir greinagerðinni hefur verið sögð „lögfræðilegir loftfimleikar“ Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, sem er jafnframt forseti forsætisnefndar. Það var forsætisnefndin sem bað MAGNA um að vinna álitsgerð um hvort veita ætti aðgang að umræddri greinargerð Sigurðar ríkisendurskoðanda. Sigurður Valtýsson segir að í álitsgerð MAGNA komi skýrt fram að greinagerð Sigurðar Þórðarsonar skuli vera opinber. Sigurður Valtýsson í héraðsdómi þegar mál hans gegn Lindarhvoli var tekið fyrir fyrr á árinu.vísir/vilhelm „Forsætisnefnd tók í framhaldi ákvörðun, byggða á álitsgerðinni, að afhenda skyldi greinagerð Sigurðar Þórðarsonar kl 12:00 þann 25. apríl 2022. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið staðið við þá ákvörðun eða farið eftir þessu lögfræðiáliti,“ segir Sigurður Valtýsson í samtali við Vísi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hefur ítrekað beiðni sína til Birgis Ármannsonar, forseta þingsins, um að lögfræðiálitið verði birt. Mun opinbera álitsgerðina Sigurður segir úrskurðinn mikilvægan, bæði fyrir sig og gagnsæi almennt. „Enn og aftur er úrskurðarnefnd um upplýsingamál að standa vörð um gagnsæið sem stjórn Lindarhvols lofaði svo hátíðlega að stunda, en efndir hafa ekki verið á þá leið. Á ný hefur Lindarhvoli verið gert að afhenda gögn eftir að synjun um afhendingu var kærð.“ Hann hyggst opinbera álitsgerðina um leið og hann fær hana í hendurnar. „Það verður fróðlegt að sjá álitsgerð frá Magna Lögmönnum sem augljóslega er mjög ítarleg, eða 37 blaðsíður,“ segir Sigurður og bætir við að hann furði sig á því að forseti þings vilji ekki afhenda þingmönnum álitsgerðina. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Dómsmál Tengdar fréttir Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Frigus II ehf., sem er í eigu Sigurðar Vatýssonar og Ágústs og Lýðs Guðmundssona, krafðist aðgangs að fyrrgreindri álitsgerð MAGNA. Félagið hefur þegar stefnt Lindarhvoli og íslenska ríkinu og krafist 650 milljóna í skaðabætur vegna sölu Lindarhvols á hlutafé í Klakka ehf., sem var í eigu íslenska ríkisins. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um Lindarhvol, félagið sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti á fót til að koma eigum sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008 aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Álitsgerðin segi að opinbera skuli greinargerð ríkisendurskoðanda Einn angi málsins snýst um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem hann skilaði til Alþingis árið 2018 en hefur enn ekki verið gerð opinber. Leyndin sem ríkir yfir greinagerðinni hefur verið sögð „lögfræðilegir loftfimleikar“ Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, sem er jafnframt forseti forsætisnefndar. Það var forsætisnefndin sem bað MAGNA um að vinna álitsgerð um hvort veita ætti aðgang að umræddri greinargerð Sigurðar ríkisendurskoðanda. Sigurður Valtýsson segir að í álitsgerð MAGNA komi skýrt fram að greinagerð Sigurðar Þórðarsonar skuli vera opinber. Sigurður Valtýsson í héraðsdómi þegar mál hans gegn Lindarhvoli var tekið fyrir fyrr á árinu.vísir/vilhelm „Forsætisnefnd tók í framhaldi ákvörðun, byggða á álitsgerðinni, að afhenda skyldi greinagerð Sigurðar Þórðarsonar kl 12:00 þann 25. apríl 2022. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið staðið við þá ákvörðun eða farið eftir þessu lögfræðiáliti,“ segir Sigurður Valtýsson í samtali við Vísi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hefur ítrekað beiðni sína til Birgis Ármannsonar, forseta þingsins, um að lögfræðiálitið verði birt. Mun opinbera álitsgerðina Sigurður segir úrskurðinn mikilvægan, bæði fyrir sig og gagnsæi almennt. „Enn og aftur er úrskurðarnefnd um upplýsingamál að standa vörð um gagnsæið sem stjórn Lindarhvols lofaði svo hátíðlega að stunda, en efndir hafa ekki verið á þá leið. Á ný hefur Lindarhvoli verið gert að afhenda gögn eftir að synjun um afhendingu var kærð.“ Hann hyggst opinbera álitsgerðina um leið og hann fær hana í hendurnar. „Það verður fróðlegt að sjá álitsgerð frá Magna Lögmönnum sem augljóslega er mjög ítarleg, eða 37 blaðsíður,“ segir Sigurður og bætir við að hann furði sig á því að forseti þings vilji ekki afhenda þingmönnum álitsgerðina.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Dómsmál Tengdar fréttir Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10