Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Smári Jökull Jónsson skrifar 8. mars 2023 23:30 Ja Morant sleppur með skrekkinn eftir atvikið á næturklúbbnum. Vísir/Getty Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira