Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2023 07:58 Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla Glerárgötunnar á Akureytri þar sem hámarkshraði er 50. Hann ók á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og hund. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum. Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum.
Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21