Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 13:00 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“ Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var í gær samþykkt og kjarasamningur því svo gott sem kominn á. Forsætisráðherra fagnar niðurstöðunni. „Og ég held að það skipti miklu máli að samningum núna sem eru fram undan á hinum opinbera markaði að þeim verði vonandi lokið líka með farsælum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ekki sjálfbært umhverfi Starfsfólk í veitingaþjónustu mun þurfa að lúta kjarasamningnum og segist Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ósáttur við að samtökin hafi ekki haft neina aðkomu að kjarasamningsviðræðum. Forsvarsmenn samtakanna hafi ítrekað reynt að komast að samningaborðinu án árangurs. „Rödd okkar þarf að heyrast, augljóslega þegar staðan er orðin það slæm að launahlutfall er komið upp undir 50 prósent af veltu fyrirtækja. Það getur ekki talist sjálfbært vinnuumhverfi,“ segir Aðalgeir. Þungur biti að kyngja Það sé því þungur biti að kyngja að þurfa að fylgja kjarasamningum sem samtökin hafi enga aðkomu að - sér í lagi þegar starfsumhverfi veitingageirans sé ólíkt öðrum greinum. Fyrst og fremst vegna þess að um 70 prósent vinnutímans fer fram utan hefðbundinnar dagvinnu. „Og við vinnum undir samningum sem gera ráð fyrir að dagvinna sé hið hefðbundna starfsfyrirkomulag.“ Þá bendir hann á að í nágrannalöndum eru kjarasamningar fyrir greinina á þá leið að kvöldálag byrjar seinna auk þess sem það sé krónutala en ekki prósentutala af dagvinnunni. „Það finnst mér bara galið“ Aðalgeir segir að umhverfi kjaraviðræðna þarfnist gríðarlegrar endurskoðunar enda ótrúlegt að hægt sé að horfa fram hjá jafn stórum samtökum og SVEIT. „Stéttarfélög geta bara valið viðsemjendur virðist vera og það yrði nú örugglega annað hljóð í kútnum ef það væri öfugt snúið. Ef það væri stéttarfélag sem ekkert atvinnurekendafélag myndi vilja tala við. Það finnst mér bara galið.“
Veitingastaðir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46 Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. 8. mars 2023 11:46
Miðlunartillagan samþykkt Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent. 8. mars 2023 11:25