Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2023 20:49 Fangelsið að Sogni. Magnús Hlynur „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“ Fangelsismál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“
Fangelsismál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira