Mörg ríki Bandaríkjanna hyggjast banna dragsýningar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. mars 2023 14:30 Mimi Delongpre and Danny Lee á DragCon LA sem er stærsta dragsýning í heimi. Ronen Tivony/Getty Images Stjórnvöld í Tennesse í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög sem banna dragsýningar. 10 ríki til viðbótar hafa lagt fram lagafrumvarp í svipuðum anda. Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a> Bandaríkin Menning Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Menning Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira