„Finnur vill að ég skjóti“ Atli Arason skrifar 10. mars 2023 23:30 Kristófer Acox er leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Kristófer Acox, leikmaður Vals, gat leyft sér að brosa eftir 31 stiga stórsigur liðsins á Keflavík í Keflavík, 80-111. Kirstófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu á tímabilinu í leiknum. „Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Þetta var mjög góður sigur, sterkur liðssigur. Við erum hægt og rólega að finna okkar takt svona rétt fyrir úrslitakeppnina, alveg á hárréttum tíma. Á sama tíma vitum við líka að við getum lagað margt, sem er bara jákvætt,“ sagði Kristófer í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum allir að spila fyrir hvorn annan, við erum aðeins að keyra upp tempóið hjá okkur og við erum að reyna að fá auðveldari körfur með því að hlaupa á liðin. Við erum svolítið búnir að vera að dúlla okkur við að koma upp með boltann og vera þannig svolítið fyrirsjáanlegir. Andstæðingarnir vita kannski alltaf að ég og Kári erum að fara í einhver boltahindranir og þess vegna erum við aðeins farnir að sprengja þetta upp. Svo erum við bara að reyna að hafa gaman af þessu og það er mikill leikgleði í liðinu. Allir á góðum stað.“ Kristófer skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu úr 12 tilraunum á tímabilinu þegar hann setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks. „Við erum að sprengja þetta upp. Núna verður það í leikgreiningum hjá öðrum liðum, ég að taka þrista,“ sagði Kristó og hló áður en hann bætti við. „Nei nei, það versta sem getur skeð er að klikka. Ég tók tvo eða þrjá þrista og hitti úr einum og það er bara gaman. Maður hefur sett þetta skot 300 sinnum en kannski ekki í leik. Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari Vals] vill að ég skjóti þegar maðurinn er svona langt frá mér og leikurinn í flæði. Allir hinir fá að skjóta 40 sinnum í leik, þannig af hverju má ég ekki fá einn,“ spurði Kristófer á móti, aðspurður út í þristinn sinn. Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og deildarmeistaratitilinn í augnsýn. Kristófer segir markmið Vals vera að sækja deildarmeistaratitilinn en bætir við að baráttan er þó langt frá því að vera búinn. „Við erum bara að setja fókusinn á okkur fyrst og fremst. Við erum ekkert að spá í liðunum í kringum okkur. Við vitum að ef við getum mjólkað allt eins vel og við getum þá er helvíti erfitt að eiga við okkur. Deildin er samt það sterk og það eru mörg góð lið. Það verður gríðarlega erfiður leikur á móti ÍR næst, þeir eru enn þá að berjast fyrir einhverju en við verðum bara að halda haus og horfa fram á veginn,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Leik lokið: Keflavík 80 - 111 Valur | Valsmenn ekki í vandræðum í Keflavík Valur átti ekki í miklum vandræðum með lánlausa Keflvíkinga í Keflavík í kvöld. Íslandsmeistararnir unnu öruggan 31 stiga sigur, 80-111. Valur fer með sigrinum í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Keflavík er áfram í 3. sæti deildarinnar eftir fjórða tapleikinn í röð. 10. mars 2023 22:40