Segir skipstjórnarmenn ekki vera að rjúfa samstöðu sjómanna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 18:30 Árni segir SFS líka hafa þurft að gefa eftir af sínum kröfum. Vísir/Steingrímur Dúi Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira