Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 13:41 Heiðrún Lind segir SFS hafa komið til mót við vel flestar kröfur stéttarfélagana. Vísir/Vilhelm Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira