Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:09 Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent