Telja sig komna á slóð byssumanns Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 18:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn telur lögreglu vera komna á slóð byssumannsins. Vísir/Arnar Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður. Leit að manninum hefur nú staðið yfir í sólarhring en hann fór inn á skemmtistaðinn Dubliner um sjö leytið í gærkvöldi og átti þar í einhverjum orðaskiptum áður en hann hleypti af einu skoti við barinn. Maðurinn stakk svo af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í allan dag en lögregla telur sig nú komna á sporið. „Við teljum okkur vera að nálgast það að átta okkur á hver þarna er á ferðinni og eftir atvikum þá að handtaka hann,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Svo þú telur að það sé að styttast í það? „Ég tel að það fari að styttast í það að við séum með upplýsingar sem nægi til að finna út úr hver hafi verið þarna á ferðinni.” Klippa: Lögreglan komin á slóð byssumanns Útilokar ekki að málið tengist hnífaárás á Bankastræti Club Umræða hefur skapast í dag um hvort málið tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í lok síðasta árs. Grímur vill ekki staðfesta það en útilokar það þó ekki. „Þetta er bara hluti af því sem við erum með til rannsóknar, hvort þetta tengist öðrum málum sem hafa komið upp. Þetta vekur athygli náttúrulega, að það sé verið að nota skotvopn með þessum hætti. Það hefur kannski ekki alveg verið það sem við eigum að venjast hér en hvort þetta tengist einhverjum öðrum erjum fólks kemur þá bara í ljós við rannsóknina ef svo er.“ „Í okkar huga er hann hættulegur” Grímur segir lögreglu hafa borist fjöldinn allur af ábendingum og vísbendingum sem verið sé að fylgja eftir. Þá segir hann augljóst að um hættulegan einstakling sé að ræða. „Já, við teljum að það kunni að stafa af manni hætta sem hagar sér með þessum hætti, að hleypa af skotvopni innandyra inni á skemmtistað eða veitingastað svo í okkar huga er hann hættulegur.” Viltu hvetja manninn til að gefa sig fram? „Að sjálfsögðu. Það væri bara langbest ef hann myndi sjá sóma sinn í því að koma og tala við okkur,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Eigendur Dubliner hafa ekki viljað tjá sig við fréttstofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar fréttamaður og tökumaður mættu á staðinn fyrr í dag var beiðni um viðtal hafnað auk þess sem ekki fékkst leyfi til þess að mynda aðstæður innandyra. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Leit að manninum hefur nú staðið yfir í sólarhring en hann fór inn á skemmtistaðinn Dubliner um sjö leytið í gærkvöldi og átti þar í einhverjum orðaskiptum áður en hann hleypti af einu skoti við barinn. Maðurinn stakk svo af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í allan dag en lögregla telur sig nú komna á sporið. „Við teljum okkur vera að nálgast það að átta okkur á hver þarna er á ferðinni og eftir atvikum þá að handtaka hann,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Svo þú telur að það sé að styttast í það? „Ég tel að það fari að styttast í það að við séum með upplýsingar sem nægi til að finna út úr hver hafi verið þarna á ferðinni.” Klippa: Lögreglan komin á slóð byssumanns Útilokar ekki að málið tengist hnífaárás á Bankastræti Club Umræða hefur skapast í dag um hvort málið tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í lok síðasta árs. Grímur vill ekki staðfesta það en útilokar það þó ekki. „Þetta er bara hluti af því sem við erum með til rannsóknar, hvort þetta tengist öðrum málum sem hafa komið upp. Þetta vekur athygli náttúrulega, að það sé verið að nota skotvopn með þessum hætti. Það hefur kannski ekki alveg verið það sem við eigum að venjast hér en hvort þetta tengist einhverjum öðrum erjum fólks kemur þá bara í ljós við rannsóknina ef svo er.“ „Í okkar huga er hann hættulegur” Grímur segir lögreglu hafa borist fjöldinn allur af ábendingum og vísbendingum sem verið sé að fylgja eftir. Þá segir hann augljóst að um hættulegan einstakling sé að ræða. „Já, við teljum að það kunni að stafa af manni hætta sem hagar sér með þessum hætti, að hleypa af skotvopni innandyra inni á skemmtistað eða veitingastað svo í okkar huga er hann hættulegur.” Viltu hvetja manninn til að gefa sig fram? „Að sjálfsögðu. Það væri bara langbest ef hann myndi sjá sóma sinn í því að koma og tala við okkur,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Eigendur Dubliner hafa ekki viljað tjá sig við fréttstofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar fréttamaður og tökumaður mættu á staðinn fyrr í dag var beiðni um viðtal hafnað auk þess sem ekki fékkst leyfi til þess að mynda aðstæður innandyra.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09
Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14