Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 16:28 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggja til að greiða 5,5 milljarða í arð þar sem fyrirtækið skilaði 8,4 milljarða hagnaði. Meðlimir í stjórninni eru kjörnir af sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja sem eiga fyrirtækið. OR Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal Orkumál Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal
Orkumál Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira